Opnir fundir um 3. orkupakka ESB

Nú þegar hitna tekur í hinum pólitísku kolum í aðdraganda þingstubbsins í lok mánaðarins þar sem stendur til að innleiða formlega þriðja orkupakkann, má búast við að efnt verði til margra pólitískra funda um þetta heita deiluefni.

Miðflokkurinn hefur blásið til fundaherferðar um orkupakkann. Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis mun standa fyrir tveimur opnum fundum um Orkupakka 3 í næstu viku.

Sá fyrri verður í Duus Húsum Reykjanesbæ miðvikudaginn 21. ágúst og sá seinni í Norðursal Hótels Selfoss fimmtudaginn 22. ágúst. Báðir fundirnir hefjast kl. 20:00.

Frummælendur verða þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og fv. forsætisráðherra, Frosti Sigurjónsson fv. þingmaður Framsóknarflokksins, Styrmir Gunnarsson fv. ritstjóri Morgunblaðsins, Ingibjörg Sverrisdóttir ferðamálafrömuður og Ögmundur Jónasson fv. innanríkisráðherra og formaður BSRB.

Nánar á vefsíðu Viljans þ. 13. ágúst 2019

Deila þessu: