Bítið: Utanríkisráðherra ræddi um orkupakkann

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var gestur Bítsins á Bylgjunni 15. nóvember 2018. Ráðherrann var m.a. spurður hverjir væru kostir orkupakkans en hann vék sér fimlega undan þeirri spurningu. Ráðherrann sagði hins vegar að málið væri í vandlegri skoðun í ráðuneytinu og þar væri leitað til færustu sérfræðinga, þar á meðal sérfræðinga sem hefðu gagnrýnt málið. Hér má hlusta á viðtalið.

Deila þessu:

Bítið: Að samþykkja orkupakka 3 er varhugavert

Elías Bjarni Elíasson verkfræðingur og sérfræðingur í orkumálum og fv. starfsmaður Landsvirkjunar ræddi við Bítið á Bylgjunni 12. nóvember 2018. Elías svaraði spurningum þáttastjórnenda um þriðja orkupakkann og hugsanleg áhrif af innleiðingu hans hér. Meðal annars kom fram að Íslendingar hafa engann hag af innleiðingu orkupakkans, en verði pakkinn innleiddur munu áhrif ESB í orkumálefnum Íslands aukast og hættara við að raforka yrði flutt út um sæstreng til ESB í framtíðinni. Hér má hlusta á viðtalið.

Deila þessu:

Sigmundur Davíð og Brynjar Níelsson hafa efasemdir um þriðja orkupakkann

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins voru gestir þáttarins Þingvellir á K100 11. nóvember 2018. Báðir viðruðu efasemdir. Sigmundur Davíð benti á að það framsal fullveldis sem fælist í pakkanum stangaðist á við stjórnarskrá. Þáttastjórnandin kvartaði yfir því að þingmenn sjálfstæðisflokks hefðu verið tregir til að mæta í þáttinn til að ræða þetta mál við Sigmund Davíð. Brynjar Níelsson talaði um að þarna væri mikið framsal og það færi illa í menn og sagði „Ef við erum ekki sáttir við þetta getum við á ekki bara hafnað þessu? En við fáum ekki nógu góð svör við þessu.“

Hér má hlusta á upptöku af þættinum Þingvellir á K100. Umræðan um þriðja orkupakkann hefst á 28. mínútu.

Deila þessu:

Jón Baldvin segir þriðja orkupakkann Íslandi óviðkomandi

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra var í viðtali við Útvarp Sögu 2. nóvember 2018 og ræddi þar meðal annars þriðja orkupakkann. Jón Baldvin sagði meðal annars að „Aðildarríki EES geta hafnað löggjöf á ákveðnum sviðum sem þau telja ganga gegn sínum hagsmunum“. Hann bætti einnig við „Orkupakkinn kemur okkur ekkert við. Lítið á landakortið. Ísland hefur engin tengsl við orkumarkað ESB.“  Jón Baldvin er eindregið þeirrar skoðunar að ekki eigi að innleiða þriðja orkupakkan í íslenskan rétt og ekki eigi að flytja orkuna út um sæstreng. Viðtalið við Jón Baldvin má heyra í heild hér.

Deila þessu:

Mikil hætta á orkuskorti og hærra orkuverði ef þriðji orkupakki verður samþykktur

Með samþykkt þriðja orkupakkans mun skapast hér á landi mikil hætta á orkuskorti og hækkun á orkuverði. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Jónssonar rafmagnsverkfræðings í síðdegisútvarpi Útvarps Sögu 30. október 2018. Bjarni bendir á að Ísland uppfylli ekki þau skilyrði sem innri markaðsreglur ESB geri ráð fyrir að lönd uppfylli sem verði með í innleiðingu þriðja orkupakkans og þannig skapist mikið ójafnvægi á raforkumarkaði og valdi þannig sveiflum og hækkandi orkuverði. Hér má hlusta á viðtalið í heild.

Deila þessu: