Ætla Visntri grænir að gleypa 3. orkupakkann?

Tómas Ísleifsson félagi í VG

Tómas Ísleifsson:
“Í marga mánuði hefur verið deilt hart um innleiðingu þriðja orkupakkans. Þjóðin er klofin í málinu þvert á flokka, þótt flokkslínur virðist ráða á Alþingi. Þingmeirihluti virðist vera fyrir að kaupa sér frið við Evrópusambandið með því að samþykkja regluverk, sem mun hindra að orkuvinnsla og dreifing sé rekin á sam-félagslegum forsendum. Reglur kapítalismans skulu ráða.”

Nánar í Mbl. þ. 10. ágúst 2019

Deila þessu:

Hefði Sigríður í Brattholti selt Gullfoss til ESB?

Bjarni Harðarson f.v. alþingismaður

Bjarni Harðarson:
„Atburðir sem nú eru að verða í samskiptum ESB við bæði Bretland og gestgjafalandið Belgíu kalla á að Íslendingar fresti því enn um sinn að afgreiða til fullnustu hinn umdeilda og vafasama orkupakka. Það er víðar en í grasrót Sjálfstæðisflokksins sem fólk vonast til að þingmenn vakni og gái að sér. Sum okkar hafa jafnvel bundið vonir við forsætisráðherra sem er úr flokki sem eitt sinn kenndi sig bæði við vinstrimennsku og umhverfisvernd.“ skrifar Bjarni Harðason í stórgóðri Morgunblaðsgrein 10. ágúst.

Lesa áfram „Hefði Sigríður í Brattholti selt Gullfoss til ESB?“
Deila þessu:

Höfðar ESB einnig mál gegn Íslandi?

Hjörtur J. Guðmundsson blaðamaður

Hjörtur J. Guðmundsson:
”Hér á landi er gert ráð fyrir að umræddur eftirlitsaðili verði Orkustofnun. Með þriðja orkupakkanum verður eftirlit stofnunarinnar sjálfstætt gagnvart íslenskum stjórnvöldum en mun hins vegar heyra undir Eftirlitsstofnun EFTA og í gegnum hana orkustofnun Evrópusambandsins, ACER. Andstæðingar þriðja orkupakkans telja að dómsmálið gegn Belgíu sé til marks um áherslu Evrópusambandsins á rétta innleiðingu pakkans.”

Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 8. ágúst 2019

Deila þessu:

Skaðabótakröfur á hendur Íslandi gætu hlaupið á milljörðum, höfði ESB mál vegna 3. orkupakkans

Hús hæstaréttar í Reykjavík

Fjórir hæstaréttarlögmenn rita grein í Morgunblaðið 7. ágúst til að vara við hættu á skaðabótamálum gegn ríkinu verði orkupakkinn samþykktur: „Rafmagn er vara samkvæmt EES-reglum og fellur því undir fjórfrelsið svonefnda, sem tryggir frjálst flæði á fólki, vörum, fjármagni og þjónustu innan svæðisins. Með þriðja orkupakkanum skuldbindur Ísland sig til að innleiða reglur um flutning raforku yfir landamæri þar á meðal um sæstrengi.

Lesa áfram „Skaðabótakröfur á hendur Íslandi gætu hlaupið á milljörðum, höfði ESB mál vegna 3. orkupakkans“
Deila þessu:

ÞUNN OG SJÓBLÖNDUÐ STEYPA PRÓFESSORS – ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

Vefsíða Ögmundar Jónassonar f.v. ráðherra

Kári skrifar:
„Þegar sjónum er beint að lögsögu (jurisdiction) Evrópuréttar og efnahagslögsögu (EEZ) aðildarríkja ESB kemur ýmislegt athyglisvert í ljós. Rannsóknir sem gerðar hafa verið benda sterklega til þess að Evrópurétti verði beitt innan efnahagslögsögu ríkja, svo lengi sem aðildarríki [ESB] hefur lögsögu. Enda þótt Evrópusambandið hafi ekki sjálfstæða lögsögu, óháð aðildarríkjum sínum, þá kunna reglugerðir ESB, sem hafa bein réttaráhrif, einnig að hafa réttaráhrif innan efnahagslögsögu.“

Nánar á Ögmundur.is þ. 3. ágúst 2019

Deila þessu: