Styrmir Gunnarsson:
„Þegar EES-samningurinn var gerður á sínum tíma datt engum í hug, að í krafti hans mundu ESB-ríkin reyna að ná áhrifum í nýtingu auðlinda á Íslandi. Hafi einhverjum dottið það í hug hafa þeir hinir sömu þagað vandlega yfir því. Um þetta snýst orkupakkamálið nú. Endalausar lagaskýringar fram og til baka eru ekki kjarni málsins. Heldur sú staðreynd að með því að samþykkja orkupakka 3 erum við að gefa frá okkur yfirráð yfir annarri mestu auðlind okkar „
Gamal sósíalisti vill hjálpa sjálfstæðismönnun að ganga úr flokknum vegna orkupakka ESB
Kári Stefánsson:
„Íslensk erfðagreining hefur lánað Orkunni okkar sem eru samtök andstæðinga orkupakkans sal til að funda í. Í því felst heldur enginn stuðningur við málstað. Fyrirtækið hefur lánað sama sal ókeypis fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem hafa beðið um hann sem og alls konar félagssamtökum. Með því hefur fyrirtækið lagt af mörkum til fjölbreytni í íslensku samfélagi.“
Þriðji orkupakki ESB skapar pólitíska óvissu
Guðni Ágústsson:
“ Svik eru mjög illa séð á orðum og gjörðum og almenningur er dómharður í garð stjórnmálamanna og kröfuharður einnig um drenglyndi. Það er galið að gengið sé á gefin loforð og stefnumarkandi ályktanir flokksfélaganna. Svo kemur þriðji orkupakkinn eins og „uppvakningur” sem sendur er ríkisstjórninni og flokkum hennar til höfuðs. Enginn taldi að ógn stafaði af honum því leitað yrði undanþágu þar sem æðstu stofnanir bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins höfðu ályktað, að menn töldu, gegn innleiðingu hans og formenn flokkanna og margir þingmenn og ráðherrar flokkanna talað með þeim hætti að innleiðing væri ekki á dagskrá.“
Enginn munur er á að veita ESB vald yfir orkulögsögu Íslendinga, og að afhenda þeim vald yfir fiskveiðilögsögu okkar.
Geir Waage:
„Samþykkt þriðja orkupakkans skerðir fullveldi þjóðarinnar. Enginn munur er á að veita útlendingum vald yfir orkulögsögu Íslendinga, og að undirgangast vald þeirra yfir fiskveiðilögsögu okkar. Þar er enginn eðlismunur á.“
Við getum ekki samþykkt framsal orkuauðlindanna við núgildandi stjórnarskrá
Árni Már Jensson:
„Ein af spurningum fáránleikans í þessu O3 máli er:
Hvernig hvarflar það, að stjórnmálaflokkum í vestrænu lýðræðisríki, að svo mikið sem reyna, að fara gegn vilja umbjóðenda sinna, þjóðarinnar í jafn mikilvægu máli? Undiralda þjóðar gegn O3 er mjög þung um þessar mundir. Þetta mál er margslungið og krefst ítarlegrar umfjöllunar, umræðu og umsagnar þegnanna. Ég minni á lýðræðið í þessu samhengi og þann hugræna mátt að nýta hyggjuvit heillar þjóðar í atkvæðagreiðslu í stað fámenns hóps misvitra umboðsmanna valdsins. Ákvörðun með fjöregg þjóðarinnar er mikil ábyrgð sem krefst skilyrðislauss gegnsæis í allri umræðu og hefur reynslan af framsali auðlinda sjávar og einkavæðingu bankanna kennt okkur að stjórnmálastéttinni er ekki treystandi, nokkuð sem skýrsla RNA staðfesti.“