Gömlu nýlenduveldin eru enn að ásælast auðlindir annarra þjóða. Ísland er næst…

Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri

Styrmir Gunnarsson:
„Þegar EES-samningurinn var gerður á sínum tíma datt engum í hug, að í krafti hans mundu ESB-ríkin reyna að ná áhrifum í nýtingu auðlinda á Íslandi. Hafi einhverjum dottið það í hug hafa þeir hinir sömu þagað vandlega yfir því. Um þetta snýst orkupakkamálið nú. Endalausar lagaskýringar fram og til baka eru ekki kjarni málsins. Heldur sú staðreynd að með því að samþykkja orkupakka 3 erum við að gefa frá okkur yfirráð yfir annarri mestu auðlind okkar „

Lesa áfram „Gömlu nýlenduveldin eru enn að ásælast auðlindir annarra þjóða. Ísland er næst…“
Deila þessu:

Gamal sósíalisti vill hjálpa sjálfstæðismönnun að ganga úr flokknum vegna orkupakka ESB

Kári Stefánsson alt mulig mand

Kári Stefánsson:
„Íslensk erfðagreining hefur lánað Orkunni okkar sem eru samtök andstæðinga orkupakkans sal til að funda í. Í því felst heldur enginn stuðningur við málstað. Fyrirtækið hefur lánað sama sal ókeypis fólki úr öllum stjórnmálaflokkum sem hafa beðið um hann sem og alls konar félagssamtökum. Með því hefur fyrirtækið lagt af mörkum til fjölbreytni í íslensku samfélagi.“

Lesa áfram „Gamal sósíalisti vill hjálpa sjálfstæðismönnun að ganga úr flokknum vegna orkupakka ESB“
Deila þessu:

Þriðji orkupakki ESB skapar pólitíska óvissu

Guðni Ágústsson f.v. ráðherra

Guðni Ágústsson:
“ Svik eru mjög illa séð á orðum og gjörðum og al­menn­ing­ur er dóm­h­arður í garð stjórn­mála­manna og kröfu­h­arður einnig um dreng­lyndi. Það er galið að gengið sé á gef­in lof­orð og stefnu­mark­andi álykt­an­ir flokks­fé­lag­anna. Svo kem­ur þriðji orkupakk­inn eins og „upp­vakn­ing­ur” sem send­ur er rík­is­stjórn­inni og flokk­um henn­ar til höfuðs. Eng­inn taldi að ógn stafaði af hon­um því leitað yrði und­anþágu þar sem æðstu stofn­an­ir bæði Sjálf­stæðis- og Fram­sókn­ar­flokks­ins höfðu ályktað, að menn töldu, gegn inn­leiðingu hans og for­menn flokk­anna og marg­ir þing­menn og ráðherr­ar flokk­anna talað með þeim hætti að inn­leiðing væri ekki á dag­skrá.“

Lesa áfram „Þriðji orkupakki ESB skapar pólitíska óvissu“
Deila þessu:

Eng­inn mun­ur er á að veita ESB vald yfir orku­lög­sögu Íslend­inga, og að afhenda þeim vald yfir fisk­veiðilög­sögu okk­ar.

Geir Waage

Geir Waage:
„Samþykkt þriðja orkupakk­ans skerðir full­veldi þjóðar­inn­ar. Eng­inn mun­ur er á að veita út­lend­ing­um vald yfir orku­lög­sögu Íslend­inga, og að und­ir­gang­ast vald þeirra yfir fisk­veiðilög­sögu okk­ar. Þar er eng­inn eðlis­mun­ur á.“

Lesa áfram „Eng­inn mun­ur er á að veita ESB vald yfir orku­lög­sögu Íslend­inga, og að afhenda þeim vald yfir fisk­veiðilög­sögu okk­ar.“
Deila þessu:

Við getum ekki sam­þykkt fram­sal orku­auð­lind­anna við núgild­andi stjórn­ar­skrá

Árni Már Jensson

Árni Már Jensson:
„Ein af spurn­ingum fárán­leik­ans í þessu O3 ­máli er:
Hvernig hvarflar það, að stjórn­mála­flokkum í vest­rænu lýð­ræð­is­ríki, að svo mikið sem reyna, að fara gegn vilja umbjóð­enda sinna, þjóð­ar­innar í jafn mik­il­vægu máli? Und­ir­alda þjóðar gegn O3 er mjög þung um þessar mund­ir. Þetta mál er marg­slungið og krefst ítar­legrar umfjöll­un­ar, umræðu og umsagnar þegn­anna. Ég minni á lýð­ræðið í þessu sam­hengi og þann hug­ræna mátt að nýta hyggju­vit heillar þjóðar í atkvæða­greiðslu í stað fámenns hóps mis­vitra umboðs­manna valds­ins. Ákvörðun með fjöregg þjóð­ar­innar er mikil ábyrgð sem krefst skil­yrð­is­laus­s ­gegn­sæ­is í allri umræðu og hefur reynslan af fram­sali auð­linda sjávar og einka­væð­ingu bank­anna kennt okkur að stjórn­mála­stétt­inni er ekki treystandi, nokkuð sem skýrsla RNA ­stað­festi.“

Lesa áfram „Við getum ekki sam­þykkt fram­sal orku­auð­lind­anna við núgild­andi stjórn­ar­skrá“
Deila þessu: