Bjarni Jónsson verkfræðingur skrifaði eftirfarandi pistil um fundinn:
Prófessor í lögum við Háskólann í Tromsö í Noregi, UIT, hélt ítarlegt erindi í einum af fyrirlestrarsölum Háskóla Íslands, mánudaginn 22. október 2018. Þar hafa sennilega verið mætt tæplega 80 manns til að hlýða á hinn gagnmerka prófessor, sem einnig kom við sögu „Icesave-umræðunnar“ á Íslandi og hefur einnig lagt okkur lið í hafréttarmálum og í sambandi við fiskveiðistjórnun, því að hann er jafnframt sérfræðingur í lögum, er varða fiskveiðar. Peter veitti nokkrum fjölmiðlum viðtöl á meðan á stuttri dvöl hans á Íslandi stóð að þessu sinni, en hann hefur oft komið til Íslands áður og bregður fyrir sig „gammelnorsk“, sem Norðmenn kalla tunguna, sem fornrit okkar eru rituð á.
Lesa áfram „Fundur í HÍ með Peter Örebech 22.10.2018“