Ágrip af athugasemdum Peters Öregard

við greinargerð Birgis Tjörva Péturssonar um ýmis álitaefni, sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakka ESB í íslenskan rétt.

Niðurstaða mín er að Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður, hafi dregið ályktanir sem ekki standast. Það lýtur að þeirri hugmynd lögmannsins að EES-samningurinn eigi ekki við um orkumál vegna þess í fyrsta lagi að grein 125 í EES-samningnum – ákvæði um að eignaréttur sé einkamál sérhvers ríkis – ætti að tryggja slíkt.  Í öðru lagi gengur lögmaðurinn út frá því að greinar 11, 12 og 13 um magntakmarkanir í viðskiptum eigi ekki við um Ísland vegna þess að rafkerfi Íslands sé ótengt öðrum löndum.  

Kynni menn sér réttarvenjur kemur fljótt í ljós að grein 125 í EES-samningnum á við um eignarétt á Íslandi, ólíkt því semBirgir Tjörvi Pétursson fullyrðir, því Evrópudómstóllinn hefur úrskurðað að umrædd mál (orkumál -þýð.) séu ekki undanþegin innri markaðnum og fjórfrelsinu.  Það var staðfest að því er orkumál varðar af EFTA-dómstólnum árið 2007 (“Hjemfallssaken”).

Þá er um misskilning að ræða þegar Birgir Tjörvi segir að Ísland sé undanþegið greinum 11, 12 og 13 í EES-samningnum vegna þess að rafkerfi landsins sé ótengt útlöndum. Það má greina í Viðauka IV um orku (grein 24) og grein 2 a) í EES-samningnum. Eins má álykta þar að lútandi af inngangi að nýjum reglugerðum og tilskipunum í orkumálum, sbr. “EØS-relevant tekst”.

Öll ákvæði EES -samningsins hafa ótakmarkað gildi á Íslandi, bæði fyrir og eftir innleiðingu einstakra orkulagabálka.  Það þýðir t.d. að bann við sæstreng mun ganga gegn EES-samningnum.

Peter T. Örebech, prófessor í lögfræði

sjá nánar

Deila þessu: