
Tómas Ingi Olrich fyrrv. alþingismaður og ráðherra ritaði grein í Mbl. þann 19. janúar 2019, sem nefnist „Forgjöf Íslendinga„. Þar segir hann m.a: „Orkupakkinn markar leið þeirra aðila, sem vilja virkja markmið ESB um sameiginlegan orkumarkað og auðveldan aðgang yfir landamæri að orku, sem skilgreind er af sambandinu sem vara og þjónusta. Það á sérstaklega við um orku, sem telst sjálfbær.“