Jónas Elíasson:
”Að samþykkja markaðsreglurnar og neita að tengjast markaðnum er pólitískt klúður í stíl við Brexit. Það mundi gera okkur að almennu aðhlátursefni um alla Evrópu rétt eins og Breta.”
Nánar í Mbl. þ. 15. maí 2019
Getur Alþingi bæði sleppt og haldið?
Ögmundur Jónasson:
„Aðferðafræðin nú (og þjóðin sér í gegnum) er að neita einfaldlega öllum áformum um lagningu sæstrengs. En samt á að innleiða reglur sem byggjast á aðild að innri orkumarkaði Evrópu. Þetta gengur einfaldlega ekki upp. Líkist því helst að Ástralía sækti um aðild að Norðurskautsráðinu, hafandi engin tengsl við Norðurslóðir. Svona málflutningur er fjarstæðukenndur og segir fólki strax að eitthvað allt annað býr að baki.“
Nánar á vefsíðu Ögmundar Jónassonar 9. maí 2019
Ég er mótfallinn innleiðingu 3. orkupakka ESB
Tómas Ingi Olrich:
“Evrópuréttur býr við þær aðstæður að hann víkur iðulega fyrir pólitískum þrýstingi þeirra sem hafa stöðu til þess, en það eru öðrum fremur stærri og veigameiri aðildarríkin. Við þær aðstæður er erfitt að treysta fyllilega leikreglum um skyldur og réttindi aðildarlanda ESB/EES.”
Nánar á vefsíðu Mbl. 7. maí 2019
Verður orkan okkar ?
Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur svarar grein Ara Trausta Guðmundssonar:
„Mótsögnin í þessu er sú, að með stuðningi sínum við OP#3 á Alþingi fjarlægist ATG hið fagra stefnumið sitt frá fornu fari. Með markaðsvæðingu raforku á Íslandi, sem OP#3 áskilur, og aðlögun íslenzka raforkumarkaðarins að sameiginlegum raforkumarkaði ESB, fjarlægist ATG það, að nýta megi orkulindirnar hérlendis með samfélagsleg sjónarmið að leiðarljósi.“
Nánar á bloggsíðu Bjarna Jónssonar
„Við þurfum að segja nei við þriðja orkupakkanum til að verja EES-samstarfið.“
Frosti Sigurjónsson:
„Utanríkisráðherra Íslands og fleiri gefa í skyn að segi Alþingi nei við orkupakkanum þá muni EES-samningurinn vera í hættu en því er öfugt farið. Við þurfum einmitt að segja nei við þriðja orkupakkanum til að verja EES-samstarfið.
Í 25 ár hafa aðildarríki haft heimild skv. EES-samningnum til að hafna löggjöf og lagabreytingum frá ESB. Í 102. gr. samningsins er fjallað um hvernig skuli þá bregðast við. Sameiginlega EES-nefndin skal þá „gera sitt ýtrasta til að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við“. Skynsamleg lausn gæti falist í því að Ísland yrði undanþegið orkupakkanum enda er Ísland ekki tengt orkumarkaði ESB.“
Nánar í Mbl. 4. maí 2019