Dmitri Antonov:
„Það hefur verið áberandi í umræðunniað þeir sem standa á móti orkupakkanum séu ásakaðir um rangfærslur og áróður. Þó stóð Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra sjálfur í ræðustól á Alþingi á föstudaginn og vændi stjórnmálaflokk í Noregi, ásamt samtökum þar ytra, um að standa í miklum áróðri gegn orkupakkanum. Í kjölfarið líður ekki helgin áður en svar berst frá Norðmönnunum þar sem þessum ásökunum er hafnað og bent er á að vitað sé til þess að ríkisstjórn Noregs hafi beitt ríkisstjórn Íslands mikilli pressu að samþykkja orkupakkann.
Var það þá Guðlaugur sjálfur sem tók við áróðri að utan og reyndi að spegla það yfir á andstæðinga orkupakkans? Erfitt að segja, en það lítur þó út fyrir það.“
Nánar á vefsíðu Viljans þ. 28. maí 2019
Hvers vegna á að fresta orkupakkamálinu?
Haraldur Ólafsson:
„Alþingismenn hafa talað nokkuð lengi um orkulagabálkinn. Þótt umræðan sé löng í klukkustundum talið er ekki um eintómar endurtekningar eða merkingarleysu að ræða. Málið er furðu flókið og á sér marga anga. Sífellt koma fleiri þættir upp á yfirborðið og fleiri spurningar sem er ósvarað. Skynsamlegast er að hætta við málið en að öðrum kosti að fresta því til hausts.“
Nánar á vefsíðu Kjarnans þ. 28. maí 2019
Hvar stöndum við 2040 ef við innleiðum þriðja orkupakkann?
Viðar Garðarsson:
„Tenging sæstrengs virkjar jú öll ákvæði þriðja orkupakkans og þeirra pakka sem á eftir koma. Þá dynur á þjóðinni það framsal fullveldis sem innbyggt er í þennan reglubálk. ACER og National regulator (landsreglarinn) sem báðir lúta valdi framkvæmdastjórnar ESB, þessir aðilar munu hafa lokaorð um hversu mikla orku má flytja út og á hvaða verði. Þjóðin mun þurfa að sætta sig við að þrátt fyrir miklar auðlindir landsins mun Evrópusambandið ákvarða orkuverð það sem þjóðinni er boðið til notkunar hér innanlands.
Mikill hluti þeirrar framleiðslu og nýsköpunar sem er í landinu mun færa sig nær mörkuðum, á eftir framleiðslunni og tækifærunum fer fjármagnið og síðan unga fólkið.
Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019
Mun forseti Íslands skrifa upp á óútfylltan víxil?
Frosti Sigurjónsson:
“Verði ekkert gert til að draga úr þeirri áhættu sem hér gæti skapast, hlýtur forsetinn að skoða málið mjög rækilega áður en hann skrifar undir. Að öðrum kosti væri hann að samþykkja óútfylltan víxil á þjóðina, þar sem fjárhæðirnar gætu hlaupið á tugum milljarða.”
—
“ Til að útiloka tjón þurfa þingmenn að vísa orkupakkanum aftur til utanríkismálanefndar. Breyta þarf þingsályktuninni á þann veg að ríkisstjórninni verði aðeins heimilt að samþykkja þriðja orkupakkann inn í EES-samningin eftir að sameiginlega EES-nefndin hefur fundað og veitt Íslandi skýra undanþágu frá innleiðingu pakkans í landsrétt. Slík undanþága ætti að vera auðsótt ef marka má yfirlýsingar EFTA og ESB um að pakkinn hafi afar takmarkaða þýðingu hér á landi. Sameiginlega EES-nefndin fundar reglulega og gæti því leyst málið á skömmum tíma. „
Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019
Stefnulaust Ísland lögtekur orkustefni ESB
Eyjólfur Ármannsson:
“Alþingi ætlar samtímis að samþykkja þriðja orkupakkann og skuldbinda Ísland að þjóðarétti til að innleiða í landsrétt áfanga í orkustefnu ESB og að setja málsgrein inn í „stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku“ sem gengur gegn orkustefnu ESB. Ekki er bæði samtímis hægt að innleiða áfanga í orkustefnu ESB og ákveða stefnu sem gengur gegn henni.”
Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019