Hvar stöndum við 2040 ef við innleiðum þriðja orkupakkann?

Viðar Garðarsson
Markaðsstjóri, markaðsráðgjafi og stjórnendaþjálfari

Viðar Garðarsson:
„Tenging sæstrengs virkjar jú öll ákvæði þriðja orkupakkans og þeirra pakka sem á eftir koma. Þá dynur á þjóðinni það framsal fullveldis sem innbyggt er í þennan reglubálk. ACER og National regulator (landsreglarinn) sem báðir lúta valdi framkvæmdastjórnar ESB, þessir aðilar munu hafa lokaorð um hversu mikla orku má flytja út og á hvaða verði. Þjóðin mun þurfa að sætta sig við að þrátt fyrir miklar auðlindir landsins mun Evrópusambandið ákvarða orkuverð það sem þjóðinni er boðið til notkunar hér innanlands. 
Mikill hluti þeirrar framleiðslu og nýsköpunar sem er í landinu mun færa sig nær mörkuðum, á eftir framleiðslunni og tækifærunum fer fjármagnið og síðan unga fólkið.

Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019

Deila þessu: