Orkuskiptin eru draumórar

„Til að ljúka orkuskiptunum þyrfti 200% meiri raforku en nú er framleidd hér.“

Friðrik Daníelsson skridfar í Mbl:

Friðrik Daníelsson

Landsvirkjun hefur sagt að afla þurfi 50% meiri raforku (10 TWt/ ári) ef ljúka eigi orkuskiptum í samgöngum á landi, sjó og í flugi – þurfum við líklega rafeldsneyti til að fara í þyngri bílana og sérstaklega skipin og líka flugvélar.

Rafeldsneyti

Ísland notar 1.532.000 tonn af jarðefnaeldsneyti á ári (2018, kaup íslenskra flugfélaga erlendis meðtalin). Orkan sem þetta eldsneyti skilar er um 20 TWt, svipað og allt íslenska raforkukerfið gefur af sér árlega. Með „rafeldsneyti“ er átt við vetni frá rafgreiningu og efni úr því. Fljótandi vetni gefur af sér á lítra um 20% af orku díselolíu, ammóníak um 30%, tréspíri um 40% og hydrasín um 50%. Þessi „rafeldsneyti“ þurfa miklu meiri orku í framleiðslu en þau skila við notkun. Aðeins tréspírinn kemur til greina í almenna notkun þó hann sé lélegt eldsneyti. Hann er venjulega búinn til úr jarðgasi eða kolum. „Raf-tréspíri“ úr rafgreiningarvetni og reyk (koltvísýringi) þarf tvöfalt meiri raforku í vetnið en spírinn skilar við notkun. Ef framleitt væri fljótandi raf-vetni, sem skilaði sama orkumagni og allt jarðefnaeldsneyti sem Ísland notar, þyrfti hvorki meira né minna en 40 TWt á ári af raforku í framleiðsluna. Vetnið skilar aðeins um helmingi af orkunni sem þarf til að framleiða það og hin „rafeldsneytin“ enn minna. Þessir 40 TWt er meir en tvöföld sú orka sem virkjanir Íslands gefa nú. Það þyrfti því að virkja um 6.000 MW í viðbót við þau 3.000 MW sem búið er að virkja!

Rafgreiningarvetni

Vetni er hættulegt í meðförum, lekur út um veggi og veldur sprengihættu, kali og köfnun. Fljótandi vetni er -250° kalt, flutningar og geymsla þarfnast flókins búnaðar og eru dýr. Önnur „rafeldsneyti“ eru mengandi, eitruð og hættuleg í meðförum. Ammóníak myndar eitrað rauðgas. Séu efnin notuð til að framleiða vetni á notkunarstað verður nýtingin léleg. Það er hægt að framleiða gott eldsneyti úr vetni og kolefnissamböndum en þau eru bannfærð eins og er nema koltvísýringur sem er versta hráefnið og á lægsta orkustigi. Bílar: Nýtæknirafhlöður hafa um 2% (1/50) af orkuinnihaldi bensíns á kg.

Lesa meira
Deila þessu:

Gullgerðarmenn

Úr leiðara Bændablaðsins 27. janúar 2022

Bændablaðið

Hvernig má það vera að við látum það viðgangast að raforka, sem ekki var hægt að selja frá okkar eigin raforkuverum á kostnaðarverði til stórnotenda í garðyrkju, er nú seld með afslætti til braskara sem framleiða enga raforku, hvað þá matvæli?“

Saga gullgerðarmanna er rakin aftur til fornaldar, en þeir kepptust við með kukli sínu að reyna að umbreyta ýmsum efnum í gull. Allt var það þó byggt á gervivísindum og hreinum blekkingum. Þó talað sé um að saga gullgerðarmanna hafi liðið undir lok á nítjándu öld, þá er það líka enn ein blekkingin. Gullgerðarmenn lifa góðu lífi enn þann dag í dag og í þeirra félagsskap eru einstaklingar sem eru í hópi ríkustu manna heims. Þessir nútíma gullgerðarmenn eru þó hættir að telja fólki trú um að þeir breyti grjóti í áþreifanlegt ekta gull, heldur breyta þeir með sjónhverfingum sínum því sem ekkert er í verðmæta verslunarvöru sem engin raunverðmæti eru samt á bak við. Þetta eru snillingar samtímans, sem er víða hampað í fjölmiðlum sem viðskiptaséníum og bjargvættum hagkerfa heimsins. Stundum falla þó rykagnir á hvítflibba þessara viðskiptaofurmenna, en fólk er fljótt að gleyma þegar búið er að skella flibbanum í þvottavél.

Lestu meira
Deila þessu:

Ekki best í heimi takk!

Ögmundur Jónasson skrifar í Mbl:

„Ég held að ástæða sé fyrir Gullfoss að hafa áhyggjur af þessari þróun, Landmannalaugar líka, að ekki sé minnst á hin smærri náttúrudjásn.“

Ögmundur Jónasson

Ég neita því ekki að jafnan fer um mig hrollur þegar ég heyri stjórnmálamenn básúna að Íslendingar ætli að verða bestir í heiminum á einhverju tilteknu sviði, skara fram úr öllum öðrum, verða veröldinni fyrirmynd. Heimurinn horfir allur til Íslands, var sagt á fyrstu stigum kóvidfaraldursins og einu sinni átti Ísland að verða fremsta fjármálamiðstöð í víðri veröld. Við eigum okkur þann draum sögðu þáverandi forsvarsmenn þjóðarinnar og bættu því við að eftir miklu væri að slægjast því með því að gera Ísland að eins konar drottningarbúi fjármálalífs heimsins fengi þjóðfélagið allt vaxið til velsældar. Við hefðum allt til alls, þyrftum ekki að gera annað en losa um höftin sem fjármálakerfið byggi við, taka beislin af útrásarvíkingunum og mélin úr munni þeirra. Þá tækju þeir á stökk út í heim í leit að björg í bú. Þetta gekk svo eftir eins og alþjóð þekkir og líka hitt að í kjölfarið slógu íslenskir fjármálamenn ýmis met á heimsvísu, að vísu ekki nákvæmlega eins og lagt var upp með en met engu að síður. Nú á aftur að slá heimsmet. Okkur er sagt að Ísland skuli leiða heiminn til orkuskipta, verða fyrsta þjóð í heiminum sem búi við umhverfisvæna orku á öllum sviðum, til húshitunar, samgangna og við framleiðslu.

Lesa Meira
Deila þessu:

Orkustefna rískisstjórnarinnar er frá ESB

Af lestri orkustefnunnar er ljóst að ekki er hægt að láta ESB ákveða orkustefnu Íslands.

Friðrik Daníelsson skrifar í Mbl:

Friðrik Daníelsson

Orkustefna til ársins 2050 heitir ný skýrsla frá ríkisstjórninni. Við lestur kemur í ljós að stefnumálin eru frá ESB, lítið er um íslensk hagsmunamál en því meira af tískumálum ESB, „loftslagsmál“ eru sögð tilefni helstu stefnumála. Verkfræðilega gegnhugsaða stefnu um mikilvægustu málin vantar í skýrsluna. Hún er slagorðasvaml fram og til baka og lítið fast í hendi, greinilega samin af takmarkaðri þekkingu á orkumálum en meira á EES tilskipunum. „Framtíðarsýn“: „Endurnýjanleg orkuframleiðsla gegnir grundvallarhlutverki í baráttunni gegn loftslagsvánni“. Orkuframleiðsla almennt hefur ekki mælanleg áhrif á loftslag, það er engin loftslagsvá eða útlit fyrir hana þó kólnað hafi lítillega síðasta hálfa áratuginn.

Lesa áfram „Orkustefna rískisstjórnarinnar er frá ESB“
Deila þessu:

Orkuauðlind Íslands færð undir endanlegt boðvald ESB með þriðja orkupakkanum

Reykjavíkurbréf Mbl um innleiðingu þriðja orkupakka ESB:
„Það eru aðeins ein rök færð fram fyrir því að Alþingi verði að samþykkja orkupakkann þriðja. Aðeins ein rök. Þau eru að það muni setja EES-samninginn í algjört uppnám ef málinu verði hafnað og engu breyti þótt sú höfnun sé í fullu samræmi við samninginn sjálfan. En það er ekki aðeins svo að slík höfnun sé í samræmi við samninginn sjálfan. Það að hún sé fullkomlega heimil er í raun forsenda þess að samningurinn var gerður og að það var stætt á því að gera hann. Þetta er eins augljóst og verða má. Ef Ísland gæti ekki hafnað tilskipunum frá Brussel og yrði að samþykkja þær þvert gegn vilja þjóðarinnar, þá þýddi það að Ísland hefði flutt löggjafarvald sitt úr landinu.

Lesa áfram „Orkuauðlind Íslands færð undir endanlegt boðvald ESB með þriðja orkupakkanum“
Deila þessu: