Fyr­ir­var­arn­ir hindra ekki mál­sókn

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari:
“Fyr­ir­var­ar sem stjórn­völd hyggj­ast gera ein­hliða vegna fyr­ir­hugaðrar inn­leiðing­ar þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins hér á landi í gegn­um EES-samn­ing­inn munu enga þýðingu hafa komi til þess að fjár­fest­ar vilji leggja sæ­streng á milli Íslands og Evr­ópu.”
Þetta seg­ir Arn­ar Þór Jóns­son, dóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur, á Face­book-síðu sinni. Þar seg­ir hann að reyni ís­lenska ríkið að standa í vegi fyr­ir því að sæ­streng­ur verði lagður munu verða höfðað samn­ings­brota­mál gegn rík­inu sem það muni tapa þar sem orka sé skil­greind sem vara sam­kvæmt EES-samn­ingn­um, en svo­nefnt fjór­frelsi samn­ings­ins ger­ir meðal ann­ars ráð fyr­ir frjálsu flæði á vör­um inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins.

Nánar á vefsíðu Mbl. 28. maí 2019

Deila þessu:

Markaðssetning orkupakkans

Dmitri Antonov

Dmitri Antonov:
“Það hefur verið áberandi í umræðunniað þeir sem standa á móti orkupakkanum séu ásakaðir um rangfærslur og áróður. Þó stóð Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra sjálfur í ræðustól á Alþingi á föstudaginn og vændi stjórnmálaflokk í Noregi, ásamt samtökum þar ytra, um að standa í miklum áróðri gegn orkupakkanum. Í kjölfarið líður ekki helgin áður en svar berst frá Norðmönnunum þar sem þessum ásökunum er hafnað og bent er á að vitað sé til þess að ríkisstjórn Noregs hafi beitt ríkisstjórn Íslands mikilli pressu að samþykkja orkupakkann.
Var það þá Guðlaugur sjálfur sem tók við áróðri að utan og reyndi að spegla það yfir á andstæðinga orkupakkans? Erfitt að segja, en það lítur þó út fyrir það.”

Nánar á vefsíðu Viljans þ. 28. maí 2019

Deila þessu:

Hvers vegna á að fresta orkupakkamálinu?

Haraldur Ólafsson

Haraldur Ólafsson:
“Alþing­is­menn hafa talað nokkuð lengi um orku­laga­bálk­inn.  Þótt umræðan sé löng í klukku­stundum talið er ekki um ein­tómar end­ur­tekn­ingar eða merk­ing­ar­leysu að ræða.  Málið er furðu flókið og á sér marga anga.  Sífellt koma fleiri þættir upp á yfir­borðið og fleiri spurn­ingar sem er ósvar­að.  Skyn­sam­leg­ast er að hætta við málið en að öðrum kosti að fresta því til hausts.”

Nánar á vefsíðu Kjarnans þ. 28. maí 2019 

Deila þessu:

Hvar stöndum við 2040 ef við innleiðum þriðja orkupakkann?

Viðar Garðarsson
Markaðsstjóri, markaðsráðgjafi og stjórnendaþjálfari

Viðar Garðarsson:
“Tenging sæstrengs virkjar jú öll ákvæði þriðja orkupakkans og þeirra pakka sem á eftir koma. Þá dynur á þjóðinni það framsal fullveldis sem innbyggt er í þennan reglubálk. ACER og National regulator (landsreglarinn) sem báðir lúta valdi framkvæmdastjórnar ESB, þessir aðilar munu hafa lokaorð um hversu mikla orku má flytja út og á hvaða verði. Þjóðin mun þurfa að sætta sig við að þrátt fyrir miklar auðlindir landsins mun Evrópusambandið ákvarða orkuverð það sem þjóðinni er boðið til notkunar hér innanlands. 
Mikill hluti þeirrar framleiðslu og nýsköpunar sem er í landinu mun færa sig nær mörkuðum, á eftir framleiðslunni og tækifærunum fer fjármagnið og síðan unga fólkið.

Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019

Deila þessu:

Mun forseti Íslands skrifa upp á óútfylltan víxil?

Frosti Sigurjónsson
rekstrarhagfræðingur og f.v. þingmaður

Frosti Sigurjónsson:
“Verði ekkert gert til að draga úr þeirri áhættu sem hér gæti skapast, hlýtur forsetinn að skoða málið mjög rækilega áður en hann skrifar undir. Að öðrum kosti væri hann að samþykkja óútfylltan víxil á þjóðina, þar sem fjárhæðirnar gætu hlaupið á tugum milljarða.”

” Til að útiloka tjón þurfa þingmenn að vísa orkupakkanum aftur til utanríkismálanefndar. Breyta þarf þingsályktuninni á þann veg að ríkisstjórninni verði aðeins heimilt að samþykkja þriðja orkupakkann inn í EES-samningin eftir að sameiginlega EES-nefndin hefur fundað og veitt Íslandi skýra undanþágu frá innleiðingu pakkans í landsrétt. Slík undanþága ætti að vera auðsótt ef marka má yfirlýsingar EFTA og ESB um að pakkinn hafi afar takmarkaða þýðingu hér á landi. Sameiginlega EES-nefndin fundar reglulega og gæti því leyst málið á skömmum tíma. “

Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019

Deila þessu:

Stefnulaust Ísland lögtekur orkustefni ESB

Eyjólfur Ármannsson lögmaður

Eyjólfur Ármannsson:
“Alþingi ætlar samtímis að samþykkja þriðja orkupakkann og skuldbinda Ísland að þjóðarétti til að innleiða í landsrétt áfanga í orkustefnu ESB og að setja málsgrein inn í „stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku“ sem gengur gegn orkustefnu ESB. Ekki er bæði samtímis hægt að innleiða áfanga í orkustefnu ESB og ákveða stefnu sem gengur gegn henni.”

Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019

Deila þessu:

Traust til Alþingis hefur aldrei verið minna

Sigurður Oddsson verkfræðingur

Sigurður Oddsson:
“Samþykkjum við þriðja pakkann fer orkan úr landi til uppbyggingar fyrirtækja sem við vildum gjarnan fá til okkar. Virðisauki framleiðslunnar verður á meginlandinu og ekki hjá okkur.”

” Þeir sem hafna þriðja orkupakkanum eru þeirrar skoðunar að með samþykki hans afsölum við okkur yfirráðum á orkuauðlindinni án þess að fá nokkuð í staðinn. Í dag getum við t.d. óskað eftir tilboðum í græna orku gegn því að kaupandi reisi verksmiðjuna hér á landi og sett sem skilyrði að taka hvaða tilboði sem er og að 1) umhverfisvernd og 2) verðið fyrir orkuna hafi mest vægi. Við getum óskað eftir tilboði hvaðan sem er í heiminum og ekki bara frá ESB-löndum, eins og verður með samþykki pakkans. “

Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019

Deila þessu:

RÚV ógnar skoðanafrelsi!

Sigurður Þórðarson

Sigurður Þórðarson
”Í Silfri Egils sl. sunnudag, sem Fanney Birna Jónsdóttir stjórnaði, var gerð hörð atlaga að skoðanafrelsi almennings á orkupakka Evrópusambandsins númer 3. Þessi stjórnandi þáttarins tilheyrir þeim örlitla minnihluta (8%) sem kýs að kalla pakkann yfir þjóðina.”

Nánar í Mbl. þ. 16. maí 2019

Deila þessu:

Orkupakki ESB er eins og spenntur dýrabogi

Baldur Ágústsson

Baldur Ágústsson:
“Pantaður eftirlaunadómari frá ESB var fenginn til að skrifa skýrslu um stöðu okkar gagnvart ESB. Hann var síðan fenginn til landsins til að segja okkur að ef við ekki segðum já, þá myndi ESB hugsanlega refsa okkur; takmarka réttindi okkar í EES og sýna hörku, m.a. vegna þess að ESB vantar orku þar höfum við það!”

Nánar í Mbl þ. 16. maí 2019

Deila þessu:

Alþingi ber að afþakka orkulagabálkinn frá ESB

Haraldur Ólafsson
formaður Heimssýnar

Haraldur Ólafsson:
“Alþingi ber að afþakka orkulagabálkinn, enda má það alls ekki framselja vald í orkumálum úr landi. Evrópusambandið hefur ekkert við því að segja og mun ekkert við þvi segja. Allar hugmyndir um að höfnun á orkulagabálkinum spilli EES-samningnum eru úr lausu lofti gripnar.”

Nánar í Fréttablaðinu þ. 16. maí 2019

Deila þessu: