Eng­inn mun­ur er á að veita ESB vald yfir orku­lög­sögu Íslend­inga, og að afhenda þeim vald yfir fisk­veiðilög­sögu okk­ar.

Geir Waage

Geir Waage:
“Samþykkt þriðja orkupakk­ans skerðir full­veldi þjóðar­inn­ar. Eng­inn mun­ur er á að veita út­lend­ing­um vald yfir orku­lög­sögu Íslend­inga, og að und­ir­gang­ast vald þeirra yfir fisk­veiðilög­sögu okk­ar. Þar er eng­inn eðlis­mun­ur á.”

Lesa áfram “Eng­inn mun­ur er á að veita ESB vald yfir orku­lög­sögu Íslend­inga, og að afhenda þeim vald yfir fisk­veiðilög­sögu okk­ar.”
Deila þessu:

Við getum ekki sam­þykkt fram­sal orku­auð­lind­anna við núgild­andi stjórn­ar­skrá

Árni Már Jensson

Árni Már Jensson:
“Ein af spurn­ingum fárán­leik­ans í þessu O3 ­máli er:
Hvernig hvarflar það, að stjórn­mála­flokkum í vest­rænu lýð­ræð­is­ríki, að svo mikið sem reyna, að fara gegn vilja umbjóð­enda sinna, þjóð­ar­innar í jafn mik­il­vægu máli? Und­ir­alda þjóðar gegn O3 er mjög þung um þessar mund­ir. Þetta mál er marg­slungið og krefst ítar­legrar umfjöll­un­ar, umræðu og umsagnar þegn­anna. Ég minni á lýð­ræðið í þessu sam­hengi og þann hug­ræna mátt að nýta hyggju­vit heillar þjóðar í atkvæða­greiðslu í stað fámenns hóps mis­vitra umboðs­manna valds­ins. Ákvörðun með fjöregg þjóð­ar­innar er mikil ábyrgð sem krefst skil­yrð­is­laus­s ­gegn­sæ­is í allri umræðu og hefur reynslan af fram­sali auð­linda sjávar og einka­væð­ingu bank­anna kennt okkur að stjórn­mála­stétt­inni er ekki treystandi, nokkuð sem skýrsla RNA ­stað­festi.”

Lesa áfram “Við getum ekki sam­þykkt fram­sal orku­auð­lind­anna við núgild­andi stjórn­ar­skrá”
Deila þessu:

Markmið orkupakkans er ekki að efla hinn innri markað

Ómar Geirsson

Ómar Geirsson:
“Hverjum datt í hug sá barnaskapur að láta iðnaðarráðherra fullyrða að orkupakkinn snérist um neytendavernd þegar hann fjallar um tengingar milli landa (cross border) og stofnunar yfirþjóðlegrar stofnunar, ACER?  Og af hverju hafði hún ekki dómgreind til að láta ekki svona vitleysu út úr sér??

Lesa áfram “Markmið orkupakkans er ekki að efla hinn innri markað”
Deila þessu:

Orkusamband ESB. Hvað með það?

Páll Vilhjálmsson

Páll Vilhjálmsson:
“Orkupakkinn mun leiða til æðisgengis kapphlaups auðmanna, innlendra og erlendra, að kaupa jarðir og réttindi til að framleiða og dreifa rafmagni. Auðmennirnir vita sem er að orkupakkinn er aðferð ESB til að tengja öll raforkukerfi þjóðríkjanna sem eiga aðild að orkustefnu ESB, sem heitir raunar Orkusamband ESB. Sæstrengur veit á tugmilljarða hagnað enda rafmagn í Evrópu mun dýrara en á Íslandi.”

Lesa áfram “Orkusamband ESB. Hvað með það?”
Deila þessu:

Hvers vegna fórna svo margir stjórnmálamenn sér fyrir 3. orkupakka ESB?

Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri

Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, segir nokkuð ljóst af ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í fyrradag, laugardag, að þingflokkur sjálfstæðismanna ætli sér að samþykkja orkupakka 3 á Alþingi um næstu mánaðamót.
Á vefsíðu sinni segir Styrmir:
„Og þá er spurningin, hver verði pólitísk áhrif þess hér heima fyrir?
Líkleg áhrif þess eru þau að stjórnarflokkarnir og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur verði fyrir verulegu áfalli í fylgi og að það komi smátt og smátt fram í skoðanakönnunum.

Lesa áfram “Hvers vegna fórna svo margir stjórnmálamenn sér fyrir 3. orkupakka ESB?”
Deila þessu: