fbpx

Enginn getur allt en allir geta eitthvað

Við, sem erum sammála því að Íslendingar eigi að stýra sínum orkumálum sjálfir, viljum að Alþingi hafni 3. orkupakka ESB. Við þurfum að standa saman við að knýja á um það. Það er ýmislegt sem við getum gert með þeirri samstöðu.

Hér eru talin sex verkefni til að styðja og styrkja málstaðinn

Það er hægt að styðja við málstað Orkunnar okkar með ýmsu móti:

  1. Það geta allir skorað á alþingmenn að hafna 3. orkupakkanum með því að skrifa undir þessa áskorun.
  2. Við getum skorað á forsætisráðherra að setja orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu.
  3. Það er hægt að styðja okkur og málstaðinn með innleggjum á reikninginn okkar. Bankaupplýsingarnar koma fram á myndinni hér að ofan.
  4. Okkur vantar fólk til að dreifa kynningar- og upplýsingaefni; helst um allt land. Sjá viðburð á Facebook
  5. Margir hafa verið duglegir við að líka við efni á samfélagsmiðlunum okkar, setja inn athugasemdir við færslur og deila þeim. Það er ómetanlegt.
  6. Fátt er sagt virka betur en „maður á mann“-upplýsingar og rannsóknir sýna að fólk treystir betur upplýsingum sem koma frá þeim sem það þekkir.

Auðvitað er hægt að styðja málstaðinn með margvíslegri hætti en því sem hér er talið. Þar má nefna: blogg, greinaskrif, viðtöl í fjölmiðlum og framleiðslu á hlaðvarpsþáttum eða myndböndum um málið, þannig að eitthvað sé talið.

Tvær áskoranir

Það eru komnar 15.000 áskoranir á þingmenn um að hafna 3. orkupakkanum og vísa honum aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar með þeim tilmælum að Ísland verði undanþegið innleiðingunni vegna þess að við erum ekki tengd rafmagnsmarkaði ESB.

Þeir sem eiga eftir að skrifa undir hafa rétt rúmar 5 vikur til að bæta úr því en orkupakkamálið verður tekið upp aftur á sérstökum þingstubbi sem áætlað er að hefjist þann 28. ágúst næst komandi. Þingsályktunartillagan, um breytingu á íslenskri orkulöggjöf, kæmi þá undir atkvæðagreiðslu tveimur sólarhringum síðar.

Við þinglok núna í vor var hrint af stað áskorun á Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að setja orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er líklegt að þeir séu margir sem styðja slíkar málalyktir en það er ekki víst að allir viti af þessari nýlegu áskorun, sem er sett fram sem síðu á Facebook. Rúmlega 5.000 manns hafa tekið undir áskorun síðunnar.

Það er mikilvægt að minna á þessar áskoranir annað slagið á næstu vikum.

Deila þessu:

Plaköt til dreifingar

Orkan okkar hefur látið prenta plakat með 5 mikilvægustu ástæðunum til að hafna 3. orkupakka ESB. Plakötin eru af stærðinni A3 og eru ætluð til upphengingar á fjölförnum stöðum eins og matvörubúðum, kaffihúsum, verslunarmiðstöðvum, fjölbýlishúsum og víðar þar sem leyfi fæst fyrir upphengingunni.

Plakatið bíður þess eins að vera dreif sem víðast

Skoðasystkin okkar eru hvött til að taka þátt í dreifingunni. Þeir sem vilja leggja okkur lið í þessu verkefni eru hvattir til að hafa samband í síma: 849 77 16 eða senda okkur skilaboð í gegnum læksíðuna Orkan okkar á Facebook. Það er líka hægt að senda póst á orkanokkar@gmail.com

Ástæðurnar sem eru á plakatinu voru fundnar út með því að leggja fyrir könnun með 11 atriðum. Þátttakendur eru andstæðingar orkupakkans. Það má nálgast þessa könnun með því að smella hér. Ef einhver vill prenta plakatið út sjálfur þá er það aðgengilegt með því að smella á annaðhvort krækjuna eða niðurhalshnappinn hér fyrir neðan.

Deila þessu:

Við erum að safna í sjóð

Orkupakkmálið er í bið fram til 28. ágúst n.k. en þá verður það tekið upp aftur á Alþingi. Stefnt er að því að þinglegri meðferð þess ljúki á tveimur sólarhringum.

Samtökin, Orkan okkar, hafa nýtt samfélagsmiðlana til að kynna það sem mælir gegn innleiðingu 3. orkupakka ESB með góðum árangri. Við þurfum hins vegar að ná til fleiri en þeirra sem fylgjast með okkur þar.

Auglýsingar og útgáfa eru árangursríkar leiðir til þess að koma efni á framfæri en hvoru tveggja kostar. Þess vegna leitum við til þeirra sem eru á móti orkulöggjöf ESB, eins og við, og óskum eftir stuðningi.

Bankaupplýsingarnar okkar. Höfum það hugfast að „Margt smátt gerir eitt stórt“

Vert er að geta þess að í ágústmánuði hyggjum við á enn frekari framkvæmdir sem við munum segja frá jafnóðum. Margt af því er háð fjármagniu sem samtökin hafa úr að spila.

Ef þú getur lagt okkur lið eru fjárframlög ákaflega vel þegin. Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn!

Deila þessu:

Má bjóða þér að taka þátt?

Þó nokkrir meðal meðlima Facebook-hópsins Orkan okkar: Baráttuhópur hafa verið duglegir að benda á umræðuhallann í orkupakkamálinu svokallaða. Stærri fjölmiðlar hafa sniðgengið málsvara orkupakkaandstæðinga.

Við minntum á þessa staðreynd í þessari frétt. Þar bentum minntum við líka á samfélagsmiðlana sem við höfum verið að nota til að koma málstað samtakanna og annarra andmælenda 3. orkupakka ESB á framfæri.

Nú höfum við hrint af stað einfaldri könnun á Facebook þar sem við spyrjum einfaldlega: Á hvaða samfélagsmiðlum fylgist þú með Orkunni okkar? Markmiðið með könnuninni er tvíþætt:

  1. Koma því betur á framfæri hvar við erum
  2. Fá skýrari hugmynd um það hvernig miðlarnir okkar eru nýttir

Þess vegna langar okkur til að bjóða þér að taka þátt í könnuninni okkar. Athugaðu að þú getur hakað við alla möguleikanna sem eiga við þig.

https://www.facebook.com/orkanokkar/posts/2111426572488971

Nú þegar hafa rúmlega 160 manns tekið þátt. Miðað við þær niðurstöður sem eru komnar er Facebook vinsælasti vettvangurinn okkar. Rúmlega helmingi fleiri segjast fylgjast með hópnum okkar á Facebook en á síðunni. Eftirfarandi mynd leiðir hlutföllin betur í ljós.

Hlutföllin miðast við fjölda þátttakenda 13.07.19 kl. 23:10

Séu hlutföllunum á myndinni snúið yfir í prósentur þá segjast 85% fylgjast með Orkunni okkar á Facebook og 15% á öðrum miðlum. Þar af eru 12% sem segjast fylgjast með okkur á þessari vefsíðu.

Deila þessu:

Þjóðaratkvæðagreiðslu um 3. orkupakkann

Það hefur tæplega farið framhjá neinum sem fylgist með orkupakkaumræðunni að Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokk, setti fram einhvers konar sáttahugmynd í málinu í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 8. þessa mánaðar (grein Haraldar á xd.is).

Flokksbróðir hans, Óli Björn Kárason, hefur tekið undir tillögu Haraldar sem gengur út á það að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu (frétt inni á visir.is).

Frosti Sigurjónsson hefur brugðist við þessari sáttahugmynd á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að ef til vill sé hugmyndin viðleitni en hún leysi engan vanda.

„Ef Alþingi samþykkir þriðja orkupakkann þá er þjóðin þar með skuldbundin til að fylgja öllum reglum hans. Annað væri brot á sjálfum EES samningnum.

Ef Alþingi (eða þjóðin) hafnar lögmætri umsókn um sæstreng getur það leitt til skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart hagsmunaaðilum sem byggja rétt á EES samningnum. Á þetta hafa lögspekingar bent. Þjóðaratkvæðagreiðslan þyrfti því að vera um sjálfan þriðja orkupakkann. Vonandi kemur einhver þingmaður fram með slíka tillögu.

https://www.facebook.com/frostis/posts/10157357363344603

Hægt er að skora á forsætisráðherra að setja 3. orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu á Facebook. Smelltu á þessa krækju og líkaðu við síðuna Þjóðaratkvæðagreiðsla um orkupakkann. Það hafa 4.500 manns gert það nú þegar.

Deila þessu: