Plaköt til dreifingar

Orkan okkar hefur látið prenta plakat með 5 mikilvægustu ástæðunum til að hafna 3. orkupakka ESB. Plakötin eru af stærðinni A3 og eru ætluð til upphengingar á fjölförnum stöðum eins og matvörubúðum, kaffihúsum, verslunarmiðstöðvum, fjölbýlishúsum og víðar þar sem leyfi fæst fyrir upphengingunni.

Plakatið bíður þess eins að vera dreif sem víðast

Skoðasystkin okkar eru hvött til að taka þátt í dreifingunni. Þeir sem vilja leggja okkur lið í þessu verkefni eru hvattir til að hafa samband í síma: 849 77 16 eða senda okkur skilaboð í gegnum læksíðuna Orkan okkar á Facebook. Það er líka hægt að senda póst á orkanokkar@gmail.com

Ástæðurnar sem eru á plakatinu voru fundnar út með því að leggja fyrir könnun með 11 atriðum. Þátttakendur eru andstæðingar orkupakkans. Það má nálgast þessa könnun með því að smella hér. Ef einhver vill prenta plakatið út sjálfur þá er það aðgengilegt með því að smella á annaðhvort krækjuna eða niðurhalshnappinn hér fyrir neðan.

Deila þessu:

Við erum að safna í sjóð

Orkupakkmálið er í bið fram til 28. ágúst n.k. en þá verður það tekið upp aftur á Alþingi. Stefnt er að því að þinglegri meðferð þess ljúki á tveimur sólarhringum.

Samtökin, Orkan okkar, hafa nýtt samfélagsmiðlana til að kynna það sem mælir gegn innleiðingu 3. orkupakka ESB með góðum árangri. Við þurfum hins vegar að ná til fleiri en þeirra sem fylgjast með okkur þar.

Auglýsingar og útgáfa eru árangursríkar leiðir til þess að koma efni á framfæri en hvoru tveggja kostar. Þess vegna leitum við til þeirra sem eru á móti orkulöggjöf ESB, eins og við, og óskum eftir stuðningi.

Bankaupplýsingarnar okkar. Höfum það hugfast að „Margt smátt gerir eitt stórt“

Vert er að geta þess að í ágústmánuði hyggjum við á enn frekari framkvæmdir sem við munum segja frá jafnóðum. Margt af því er háð fjármagniu sem samtökin hafa úr að spila.

Ef þú getur lagt okkur lið eru fjárframlög ákaflega vel þegin. Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn!

Deila þessu:

Má bjóða þér að taka þátt?

Þó nokkrir meðal meðlima Facebook-hópsins Orkan okkar: Baráttuhópur hafa verið duglegir að benda á umræðuhallann í orkupakkamálinu svokallaða. Stærri fjölmiðlar hafa sniðgengið málsvara orkupakkaandstæðinga.

Við minntum á þessa staðreynd í þessari frétt. Þar bentum minntum við líka á samfélagsmiðlana sem við höfum verið að nota til að koma málstað samtakanna og annarra andmælenda 3. orkupakka ESB á framfæri.

Nú höfum við hrint af stað einfaldri könnun á Facebook þar sem við spyrjum einfaldlega: Á hvaða samfélagsmiðlum fylgist þú með Orkunni okkar? Markmiðið með könnuninni er tvíþætt:

  1. Koma því betur á framfæri hvar við erum
  2. Fá skýrari hugmynd um það hvernig miðlarnir okkar eru nýttir

Þess vegna langar okkur til að bjóða þér að taka þátt í könnuninni okkar. Athugaðu að þú getur hakað við alla möguleikanna sem eiga við þig.

Má bjóða þér að taka þátt í þessari könnun um notkun á samfélagsmiðlum samtakanna Orkan okkar?

Posted by Orkan Okkar on Fimmtudagur, 11. júlí 2019

Nú þegar hafa rúmlega 160 manns tekið þátt. Miðað við þær niðurstöður sem eru komnar er Facebook vinsælasti vettvangurinn okkar. Rúmlega helmingi fleiri segjast fylgjast með hópnum okkar á Facebook en á síðunni. Eftirfarandi mynd leiðir hlutföllin betur í ljós.

Hlutföllin miðast við fjölda þátttakenda 13.07.19 kl. 23:10

Séu hlutföllunum á myndinni snúið yfir í prósentur þá segjast 85% fylgjast með Orkunni okkar á Facebook og 15% á öðrum miðlum. Þar af eru 12% sem segjast fylgjast með okkur á þessari vefsíðu.

Deila þessu:

Þjóðaratkvæðagreiðslu um 3. orkupakkann

Það hefur tæplega farið framhjá neinum sem fylgist með orkupakkaumræðunni að Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokk, setti fram einhvers konar sáttahugmynd í málinu í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 8. þessa mánaðar (grein Haraldar á xd.is).

Flokksbróðir hans, Óli Björn Kárason, hefur tekið undir tillögu Haraldar sem gengur út á það að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu (frétt inni á visir.is).

Frosti Sigurjónsson hefur brugðist við þessari sáttahugmynd á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að ef til vill sé hugmyndin viðleitni en hún leysi engan vanda.

„Ef Alþingi samþykkir þriðja orkupakkann þá er þjóðin þar með skuldbundin til að fylgja öllum reglum hans. Annað væri brot á sjálfum EES samningnum.

Ef Alþingi (eða þjóðin) hafnar lögmætri umsókn um sæstreng getur það leitt til skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart hagsmunaaðilum sem byggja rétt á EES samningnum. Á þetta hafa lögspekingar bent. Þjóðaratkvæðagreiðslan þyrfti því að vera um sjálfan þriðja orkupakkann. Vonandi kemur einhver þingmaður fram með slíka tillögu.

Haraldur leggur til að ákvörðun um sæstreng þurfi samþykki þjóðarinnar og Óli Björn styður þessa hugmynd. Kannski er…

Posted by Frosti Sigurjonsson on Fimmtudagur, 11. júlí 2019

Hægt er að skora á forsætisráðherra að setja 3. orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu á Facebook. Smelltu á þessa krækju og líkaðu við síðuna Þjóðaratkvæðagreiðsla um orkupakkann. Það hafa 4.500 manns gert það nú þegar.

Deila þessu:

Tveir náttúrverndarsinnar láta í sér heyra

Hún vekur sannarlega athygli fréttin inni á visir.is að það geti farið svo að skera þurfi á rafmagn á mestu álagstímum. Þessi framtíðarsýn er höfð eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets.

Tveir þekktir náttúruverndarsinnar hafa brugðist við fréttinni. Annar þeirra er Guðmundur Hörður Guðmundsson, fyrrum formaður Landverndar. Hinn er Andri Snær Magnason, rithöfundur, en hann skrifaði meðal annars Draumalandið.

Guðmundur Hörður gerir athugasemd við fréttir af málinu. Þar á meðal ofangreinda frétt. Þar segir hann:

Ef það er verið að selja orku umfram það sem til er á kerfinu þá er það óábyrgt klúður orkufyrirtækjanna. Íslendingum ber ekki skylda til að virkja þó að enn eitt fyrirtækið vilji fara að geyma hér tölvur fyrir rafmyntir erlendra glæpasamtaka.

Auk þess framleiðum við nú miklu meiri orku per íbúa en nokkur önnur þjóð í heiminum, helmingi meiri en Noregur sem kemur næst á eftir okkur. Ef okkur tekst ekki að verða sæmilega rík í slíkri stöðu þá er greinilega verið að gera eitthvað vitlaust hjá orkufyrirtækjunum.“

Andri Snær Magnason tekur nokkuð í sama streng í opinni færslu um fréttina á Facebook-síðu sinni. Hann fer þó ýtarlegar í málið.

Við erum langmesti orkuframleiðandi í heiminum á mann. Hér segir forstjóri Landsnets: ,,Að sögn Guðmundar Inga yrði orka þá skorin niður á daginn, og ákveða þyrfti hvort það yrði hjá fyrirtækjum eða einstaklingum. Einnig á hvaða svæðum.“ Hann talar um ,,breytingar á samfélaginu“.

Á Íslandi fer nánast heil Búrfellsvirkjun í að grafa eftir Bitcoin, notkunin slagar upp í alla orkunotkun almennings. Ef opinberir starfsmenn skerða raforku til almennings eftir að hafa selt of mikla orku í rafmyntarnámur þá eru þeir ekki starfi sínu vaxnir. Þeir eru beinlínis að svíkja fólkið sem þeim er ætlað að þjóna.

Hér er verið búa til falskan orkuskort og láta fólk halda að okkar eigin þarfir kalli á nýja virkjun. Sem er Orwellískt magnað og 100% dæmi um hvernig menn skammta upplýsingar og búa til ranghugmyndir hjá heilli þjóð, hún á að halda að hún hafi valdið orkuskorti með ,,breytingum á samfélaginu„.“

Það eru mörg afar athyglisverð komment við færsluna hans Andra Snæs og alveg þess virði að renna yfir þær.

Deila þessu: