Má bjóða þér að taka þátt?

Þó nokkrir meðal meðlima Facebook-hópsins Orkan okkar: Baráttuhópur hafa verið duglegir að benda á umræðuhallann í orkupakkamálinu svokallaða. Stærri fjölmiðlar hafa sniðgengið málsvara orkupakkaandstæðinga.

Við minntum á þessa staðreynd í þessari frétt. Þar bentum minntum við líka á samfélagsmiðlana sem við höfum verið að nota til að koma málstað samtakanna og annarra andmælenda 3. orkupakka ESB á framfæri.

Nú höfum við hrint af stað einfaldri könnun á Facebook þar sem við spyrjum einfaldlega: Á hvaða samfélagsmiðlum fylgist þú með Orkunni okkar? Markmiðið með könnuninni er tvíþætt:

  1. Koma því betur á framfæri hvar við erum
  2. Fá skýrari hugmynd um það hvernig miðlarnir okkar eru nýttir

Þess vegna langar okkur til að bjóða þér að taka þátt í könnuninni okkar. Athugaðu að þú getur hakað við alla möguleikanna sem eiga við þig.

Má bjóða þér að taka þátt í þessari könnun um notkun á samfélagsmiðlum samtakanna Orkan okkar?

Posted by Orkan Okkar on Fimmtudagur, 11. júlí 2019

Nú þegar hafa rúmlega 160 manns tekið þátt. Miðað við þær niðurstöður sem eru komnar er Facebook vinsælasti vettvangurinn okkar. Rúmlega helmingi fleiri segjast fylgjast með hópnum okkar á Facebook en á síðunni. Eftirfarandi mynd leiðir hlutföllin betur í ljós.

Hlutföllin miðast við fjölda þátttakenda 13.07.19 kl. 23:10

Séu hlutföllunum á myndinni snúið yfir í prósentur þá segjast 85% fylgjast með Orkunni okkar á Facebook og 15% á öðrum miðlum. Þar af eru 12% sem segjast fylgjast með okkur á þessari vefsíðu.

Deila þessu: