Þjóðaratkvæðagreiðslu um 3. orkupakkann

Það hefur tæplega farið framhjá neinum sem fylgist með orkupakkaumræðunni að Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokk, setti fram einhvers konar sáttahugmynd í málinu í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 8. þessa mánaðar (grein Haraldar á xd.is).

Flokksbróðir hans, Óli Björn Kárason, hefur tekið undir tillögu Haraldar sem gengur út á það að samþykki meirihluti Alþingis lagningu sæstrengs taki sú samþykkt ekki gildi nema meirihluti þjóðarinnar samþykki þá ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu (frétt inni á visir.is).

Frosti Sigurjónsson hefur brugðist við þessari sáttahugmynd á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að ef til vill sé hugmyndin viðleitni en hún leysi engan vanda.

„Ef Alþingi samþykkir þriðja orkupakkann þá er þjóðin þar með skuldbundin til að fylgja öllum reglum hans. Annað væri brot á sjálfum EES samningnum.

Ef Alþingi (eða þjóðin) hafnar lögmætri umsókn um sæstreng getur það leitt til skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart hagsmunaaðilum sem byggja rétt á EES samningnum. Á þetta hafa lögspekingar bent. Þjóðaratkvæðagreiðslan þyrfti því að vera um sjálfan þriðja orkupakkann. Vonandi kemur einhver þingmaður fram með slíka tillögu.

Haraldur leggur til að ákvörðun um sæstreng þurfi samþykki þjóðarinnar og Óli Björn styður þessa hugmynd. Kannski er…

Posted by Frosti Sigurjonsson on Fimmtudagur, 11. júlí 2019

Hægt er að skora á forsætisráðherra að setja 3. orkupakkann í þjóðaratkvæðagreiðslu á Facebook. Smelltu á þessa krækju og líkaðu við síðuna Þjóðaratkvæðagreiðsla um orkupakkann. Það hafa 4.500 manns gert það nú þegar.

Deila þessu: