Í frétt mbl.is 31. maí 2012 er haft eftir Charles Hendry, orkumálaráðherra Breta sem hélt erindi á ráðstefnu Arion um orkumál að sæstrengur yrði fjármagnaður af einkaaðilum. Nánar í frétt mbl.is
Hagkvæmni strengs út í veður og vind ef hann bilar
Valdimar K. Jónsson doktor í verkfræði ritaði grein í Morgunblaðið 20. apríl 2012 og ítrekaði þar spurningu sem hann setti fram á nýloknum ársfundi Landsvirkjunar þar sem sæstrengur var til umræðu. „Maður hefur velt því fyrir sér tíðni bilanna fyrir sæstrengi og litið til reynslu Norðmanna á sæstreng til Hollands, NorNed. Hann er 580 km langur og liggur mest á 410 metra dýpi. Þeirra bilunarsaga liggur fyrir og er talsvert meiri en gert var ráð fyrir í upphafi svo þeir eru farnir að tala um varasæstreng. Miklu alvarlegra væri ef IceScot-strengur bilaði á 1.000 metra dýpi. Mundi ekki í því tilfelli öll hagkvæmni rjúka út í veður og vind?“ Fréttin á mbl.is
Iðnaðarráðherra skipar starfshóp um sæstreng til Evrópu
Sagt er frá því mbl.is 12. apríl 2012 að Oddný Harðardóttir iðnaðarráðherra hyggist skipa starfshóp til að kanna hagkvæmni sæstrengs til Evrópu. Sjá nánar á mbl.is
Rafstrengur til Bretlands?
Mbl.is sagði frá því 18. mars 2011 að breskir embættismenn hafi rætt við íslensk orkufyrirtæki um lagningu rafstrengs á milli landanna. Þetta hafi komið fram í skriflegu svari Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands við fyrirspurn á breska þinginu. Í sömu frétt er sagt frá tilkynningu Landsvirkjunar fyrr í mánuðinum um að fyrirtækið væri að hefja rannsókn á því hvort hagkvæmt væri að leggja 600-1000 MW raforkustreng til Evrópu. Sjá frétt mbl.is
Íslendingar vilja selja Skotum rafmagn
Mbl.is segir frá frétt í Scotland on Sunday að Íslendingar vilji selja Skotum rafmagn í framtíðinni. Haft er eftir Halldóri Ásgrímssyni verðandi forsætisráðherra að hann hafi lengi haft áhuga á að selja orku frá Íslandi til meginlands Evrópu. Sjá frétt mbl.is