Fá Bretar orku frá íslenskum eldfjöllum?

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar

Í frétt mbl.is 12. nóvember 2012 er vitnað í ummæli Harðar Arnarssonar forstjóra Landsvirkjunar í viðtali við breska blaðið The Times. „Það leik­ur eng­inn vafi á því að þetta er tækni­lega ögr­andi verk­efni, en það er eng­inn efi í okk­ar huga um að þetta er fram­kvæm­an­legt.“ segir forstjórinn. Sjá nánar í frétt mbl.is

Deila þessu:

Viljayfirlýsing undirrituð um raforkustreng til Færeyja

Steingrímur J. Sigfússon

Sagt er frá því í frétt mbl.is 31. október 2012 að Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Johan Dahl, viðskipta- og iðnaðarráðherra Færeyja hafi undirritað viljayfirlýsingu um að kanna möguleika á raforkustreng milli landanna. Fram kemur í fréttinni að 60% af raforku í Færeyjum og öll húshitun byggi á brennslu olíu. Sambærileg úttekt hafi verið gerð 2007 og hún bent til þess að strengur til Færeyja myndi ekki vera hagkvæmur.  Sjá frétt mbl.is um málið.

Deila þessu:

Flokksráðsfundur VG varar við hugmyndum um sæstreng

Katrín Jakobsdóttir formaður VG

Í frétt mbl.is 26. ágúst 2012 er sagt frá ályktunum Flokksráðsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Hólum í Hjaltadal. Fund­ur­inn samþykkti meðal annars álykt­un um raf­magnssæ­streng þar sem varað er við fram­komn­um hug­mynd­um um lagn­ingu raf­magnssæ­strengs milli Íslands og Skot­lands. „Jafn­vel þó að slík sæ­strengslögn væri tækni­lega mögu­leg myndi fjár­fest­ing af þeirri stærðargráðu kalla á stór­fellda rán­yrkju á ís­lensk­um orku­auðlind­um og stór­hækk­un á raf­orku­verði inn­an­lands,“ seg­ir í álykt­un­inni. Sjá frétt mbl.is

Deila þessu:

Framsýn stéttarfélag hafnar hugmyndum um sæstreng

Sagt er frá því í frétt mbl.is 31. maí 2012 að Framsýn stéttarfélag þingeyinga hafi á aðalfundi ályktað að hafna alfarið hugmyndum Landsvirkjunar og stjórnvalda um að flytja út orku með sæstreng til Evrópu. „Komi til þess að nátt­úru­auðlind­ir á Íslandi verði virkjaðar til at­vinnu­sköp­un­ar í Evr­ópu mun það án efa draga úr hag­vexti og at­vinnu­upp­bygg­inu á Íslandi með hækk­andi raf­orku­verði til fyr­ir­tækja og heim­il­anna í land­inu. Í því mikla end­ur­reisn­ar­starfi sem framund­an er eft­ir hrunið er ábyrgðar­hluti að ætla að mæta því með því að selja ork­una til út­landa. Því mót­mæl­ir aðal­fund­ur Fram­sýn­ar – stétt­ar­fé­lags.“ Frétt mbl.is

Deila þessu: