Rafstrengur til Bretlands?

Mbl.is sagði frá því 18. mars 2011 að breskir embættismenn hafi rætt við íslensk orkufyrirtæki um lagningu rafstrengs á milli landanna. Þetta hafi komið fram í skriflegu svari Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands við fyrirspurn á breska þinginu. Í sömu frétt er sagt frá tilkynningu Landsvirkjunar fyrr í mánuðinum um að fyrirtækið væri að hefja rannsókn á því hvort hagkvæmt væri að leggja 600-1000 MW raforkustreng til Evrópu. Sjá frétt mbl.is

Deila þessu: