fbpx

Von á orkupakkanum innan 10 daga

Frétt mbl.is 20. mars 2019

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkismálaráðherra

„Þing­flokk­arn­ir voru meðal ann­ars að ræða þriðja orkupakk­ann og tengd mál. Ég og Þór­dís Kol­brún [R. Gylfa­dótt­ir, iðnaðarráðherra] vor­um að fara yfir þau mál með þing­flokk­un­um þrem,“ út­skýr­ir Guðlaug­ur.

Spurður um hvað fel­ist í mál­um sem hann seg­ir tengj­ast orkupakk­an­um, seg­ist ráðherr­ann ekki getað upp­lýst á þessu stigi ná­kvæm­lega hvert eðli þeirra mála sé.

„Við tók­um þess­ari gagn­rýni sem kom fram mjög al­var­lega og við höf­um verið að nýta tím­ann til þess að skoða þau mál og meta það. Á þessu stigi er ekki mikið meira um það að segja, annað en það að við frestuðum mál­inu og höf­um verið að skoða það í kjöl­inn meðal ann­ars með þeim sem hafa gagn­rýnt það harðast,“ út­skýr­ir Guðlaug­ur.

Sjá nánar frétt á mbl.is

Deila þessu:

Viðreisn og Samfylking vilja fá þriðja orkupakkann „hið snarasta“

Vefritið Viljinn.is skrifar þann 5. mars 2019 að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hafi sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf, þar sem þau minna á mikilvægi EES-samningsins fyrir íslenskt samfélag, heimili og fyrirtæki — og í því samhengi mikilvægi þess að afgreiða þriðja orkupakkann hið snarasta.

Lesa áfram „Viðreisn og Samfylking vilja fá þriðja orkupakkann „hið snarasta““
Deila þessu:

Styttist í orkupakkann

Þórdís K. R. Gylfadóttir ráðherra iðnaðarmála

„Það stytt­ist í að þriðji orkupakk­inn verði lagður fram á Alþingi, málið er á þing­mála­skrá á þessu þingi en Þór­dís Kol­brún seg­ir ekki liggja fyr­ir ná­kvæm­lega hvenær frum­varp henn­ar um efnið verður lagt fyr­ir. Fyrst mun ut­an­rík­is­ráðherra leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu vegna máls­ins, sem aflétt­ir stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara.“ segir í frétt MBL.is 28. febrúar 2019

Lesa áfram „Styttist í orkupakkann“
Deila þessu:

Þingmenn efast um orkupakkann

Mbl.is segir frá því 4. desember að sex þingmenn sjálfstæðisflokks hafi opinberlega viðrað miklar efasemdir um þriðja orkupakkann. „Þing­menn­irn­ir eru Páll Magnús­son, Jón Gunn­ars­son, Brynj­ar Ní­els­son, Njáll Trausti Friðberts­son og Óli Björn Kára­son en að auki hef­ur Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fjallað um málið með gagn­rýn­um hætti og sagt að orku­mál Íslend­inga ættu ekki að vera mála­flokk­ur sem heyrði und­ir EES-samn­ing­inn.Sjá nánar á vef mbl.is

Deila þessu:

Fordæmi um undanþágur frá regluverki EES

Jón Baldvin Hannibalsson

Jón Baldvin Hannibalsson fv. utanríkisráðherra og sá sem stýrði samningaviðræðum Íslands um EES samninginn segir frá því í aðsendri grein á Viljinn.is þann 27. nóvember 2018 að aðildarríki EES-samningsins hafi ótvíræðan rétt til að semja um undanþágur frá EES-gerðum og regluverki og að hafna þeim með öllu, án viðurlaga, umfram það að njóta þá ekki réttinda á viðkomandi málasviði. Máli sínu til stuðnings vísaði Jón Baldvin í svar ráðuneytis sem finna má á þingskjali 1276/144

Lesa áfram „Fordæmi um undanþágur frá regluverki EES“
Deila þessu: