Vefritið Viljinn.is skrifar þann 5. mars 2019 að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hafi sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra bréf, þar sem þau minna á mikilvægi EES-samningsins fyrir íslenskt samfélag, heimili og fyrirtæki — og í því samhengi mikilvægi þess að afgreiða þriðja orkupakkann hið snarasta.
Lesa áfram „Viðreisn og Samfylking vilja fá þriðja orkupakkann „hið snarasta““Styttist í orkupakkann
„Það styttist í að þriðji orkupakkinn verði lagður fram á Alþingi, málið er á þingmálaskrá á þessu þingi en Þórdís Kolbrún segir ekki liggja fyrir nákvæmlega hvenær frumvarp hennar um efnið verður lagt fyrir. Fyrst mun utanríkisráðherra leggja fram þingsályktunartillögu vegna málsins, sem afléttir stjórnskipulegum fyrirvara.“ segir í frétt MBL.is 28. febrúar 2019
Lesa áfram „Styttist í orkupakkann“Þingmenn efast um orkupakkann
Mbl.is segir frá því 4. desember að sex þingmenn sjálfstæðisflokks hafi opinberlega viðrað miklar efasemdir um þriðja orkupakkann. „Þingmennirnir eru Páll Magnússon, Jón Gunnarsson, Brynjar Níelsson, Njáll Trausti Friðbertsson og Óli Björn Kárason en að auki hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallað um málið með gagnrýnum hætti og sagt að orkumál Íslendinga ættu ekki að vera málaflokkur sem heyrði undir EES-samninginn.“ Sjá nánar á vef mbl.is
Fordæmi um undanþágur frá regluverki EES
Jón Baldvin Hannibalsson fv. utanríkisráðherra og sá sem stýrði samningaviðræðum Íslands um EES samninginn segir frá því í aðsendri grein á Viljinn.is þann 27. nóvember 2018 að aðildarríki EES-samningsins hafi ótvíræðan rétt til að semja um undanþágur frá EES-gerðum og regluverki og að hafna þeim með öllu, án viðurlaga, umfram það að njóta þá ekki réttinda á viðkomandi málasviði. Máli sínu til stuðnings vísaði Jón Baldvin í svar ráðuneytis sem finna má á þingskjali 1276/144.
Lesa áfram „Fordæmi um undanþágur frá regluverki EES“Dósent við lagadeild HR notar kökusamlíkingu til að útskýra fullveldisframsal
Fréttavefur ruv.is birti 24. nóvember 2018 viðtal við Bjarna Má Magnússon dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík sem flutti erindi á ráðstefnunni Fullveldi og þjóðaröryggi í Hörpu. Að sögn Bjarna Más var Ísland að nýta fullveldi sitt þegar það gerðist aðili að EES samningnum, en að hans mati skerðist fullveldið ekki þótt athafnafrelsi kunni að gera það. Rúv spurði Bjarna hvers vegna fólk teldi fullveldið skerðast við samning eins og þriðja orkupakkann? Bjarni Már svaraði: „Þetta er svona hugsunarháttur eins og fullveldið sé kaka, svona fullveldiskaka, sem er hægt að sneiða niður í búta og þá bara hverfur fullveldið. Eins og kaka sem fer niður í munn fólks og bara hverfur.“