Styttist í orkupakkann

Þórdís K. R. Gylfadóttir ráðherra iðnaðarmála

„Það stytt­ist í að þriðji orkupakk­inn verði lagður fram á Alþingi, málið er á þing­mála­skrá á þessu þingi en Þór­dís Kol­brún seg­ir ekki liggja fyr­ir ná­kvæm­lega hvenær frum­varp henn­ar um efnið verður lagt fyr­ir. Fyrst mun ut­an­rík­is­ráðherra leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu vegna máls­ins, sem aflétt­ir stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vara.“ segir í frétt MBL.is 28. febrúar 2019

„Ég reikna með því að það sé ekki langt í það, og í kjöl­farið er þetta frum­varp mitt, en ná­kvæm­lega hvenær eða hvernig það mun líta út, það er bara áfram í vinnslu í ráðuneyt­un­um tveim­ur,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.

„Málið hef­ur verið um­deilt og há­vær gagn­rýni hef­ur komið fram á inn­leiðingu þriðja orkupakk­ans, bæði inn­an flokks ráðherra og utan. Ráðherra seg­ist ekki hræðast sam­talið, þegar að því komi.“ segir í fréttinni.

Einnig segir Mbl.is: „Hún nefndi sér­stak­lega ávarpi sínu á árs­fundi Lands­virkj­unn­ar í dag að hóp­ur fólks hygðist mót­mæla inn­leiðingu orkupakk­ans og nota til þess slag­orðið „Ork­an okk­ar“, en fé­laga­sam­tök með því nafni voru einnig stofnuð í haust, um það leyti er umræður um orkupakk­ann voru í há­mæli, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í fyr­ir­tækja­skrá. Ráðherra seg­ist hafa heyrt frá þess­um sam­tök­um.“

Deila þessu: