Von á orkupakkanum innan 10 daga

Frétt mbl.is 20. mars 2019

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkismálaráðherra

„Þing­flokk­arn­ir voru meðal ann­ars að ræða þriðja orkupakk­ann og tengd mál. Ég og Þór­dís Kol­brún [R. Gylfa­dótt­ir, iðnaðarráðherra] vor­um að fara yfir þau mál með þing­flokk­un­um þrem,“ út­skýr­ir Guðlaug­ur.

Spurður um hvað fel­ist í mál­um sem hann seg­ir tengj­ast orkupakk­an­um, seg­ist ráðherr­ann ekki getað upp­lýst á þessu stigi ná­kvæm­lega hvert eðli þeirra mála sé.

„Við tók­um þess­ari gagn­rýni sem kom fram mjög al­var­lega og við höf­um verið að nýta tím­ann til þess að skoða þau mál og meta það. Á þessu stigi er ekki mikið meira um það að segja, annað en það að við frestuðum mál­inu og höf­um verið að skoða það í kjöl­inn meðal ann­ars með þeim sem hafa gagn­rýnt það harðast,“ út­skýr­ir Guðlaug­ur.

Sjá nánar frétt á mbl.is

Deila þessu: