Þriðji orkupakkinn gengur út á samruna og yfirráð yfir íslenskum auðlindum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson:
„Þriðji orkupakkinn gengur út á samruna og yfirráð yfir íslenskum auðlindum“, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á flokkráðsfundi í Garðabæ í dag, en hann gerði orkumálin að sérlegu umtalsefni í ræðu sinni, en ríkisstjórnin leggur fram þingsályktunartillögu um innleiðingu hans á næstu dögum. Hann sagði um heildarhagsmuni ESB að ræða, en ekki hagsmuni hvers ríkis fyrir sig og sé málið því því fullveldismál.
Hluti af markmiðum þriðja orkupakkans er að koma Íslandi í ESB. Rökin fyrir samþykki orkupakkans eru ekki til staðar, heldur er þetta liður í gangverki kerfisins, tannhjól sem snýst, ein tönn í einu.“
Hann sagði það mikið áhyggjuefni stjórnvalda á Íslandi og víðar, að stjórnmálamenn séu hættir að stjórna og á meðan sé það kerfið sem ræður.

Nánar á vefsíðu Viljans 30. mars 2019

Deila þessu:

Orkupakki 3 mun stórskaða íslenska garðyrkju, heimili og allt atvinnulíf

Forsíðufrétt í Bændablaðinu 28. mars 2019

Bændablaðið vitnar í Gunnar Þorgeirsson, formann Sambands garðyrkjubænda, sem segir þann fyrirvara um sæstreng sem ríkisstjórn Íslands hyggst gera við  innleiðingu á  orkupakka 3 frá ESB ekki halda vatni. Eftir standi að orkupakkinn eins og hann leggur sig sé óbreyttur og innleiðing hans muni stórskaða íslenska matvælaframleiðslu, heimili og atvinnulíf.

„Mér líst ekkert á þetta og get ekki skilið af hverju íslensk þjóð á ekki að fá að vera sjálf með sína orkustefnu á sínum forsendum þar sem við erum ekki tengdir neinum öðrum. Hvers vegna í veröldinni þurfum við að taka upp Evrópureglur til að stýra okkar eigin málum?“

„Það er algjörlega ljóst í mínum huga að við innleiðingu á orkupakka 3 og hækkandi raforkuverði í kjölfarið verða ekki framleiddir hér framar tómatar, gúrkur, jarðarber eða grænmeti sem krefst raflýsingar. Kryddjurtirnar frá mér myndu örugglega hverfa úr verslunum.“ 

Nánar í frétt Bændablaðsins.

Deila þessu:

Fyrirvarar og undanþágur ekki til í orðabók ESB

Jón Bjarnason f.v. ráðherra

Jón Bjarnason, fv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að svo vel þekki hann til í samningum við Evrópusambandið frá sinni ráðherratíð, að  það eru engir raunverlulegir fyrirvarar eða undanþágur til í orðabók ESB.
„Slíkt er blekking og það veit utanríkisráðherra mæta vel,“ segir Jón í pistli á heimasíðu sinni og minnir á innleiðingu Matvælalöggjafar ESB þar sem Alþingi Íslendinga taldi sér heimilt að setja inn “Íslenskt ákvæði” til verndar hreinleika og heilsu íslensks búfjár og standa vörð um hollustu innlendra matvæla.

Lesa áfram „Fyrirvarar og undanþágur ekki til í orðabók ESB“
Deila þessu:

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi

Fréttatilkynning 22. mars 2019 frá Utanríkisráðuneyti, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti :

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu utanríkisráðherra um að leggja fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2017 um breytingu á IV. viðauka (orka) við EES-samninginn. Með þingsályktunartillögunni heimilar Alþingi að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara við ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um upptöku svonefnds þriðja orkupakkans í EES-samninginn. Tillagan inniheldur fyrirvara um að áður en grunnvirki verði reist sem gera mögulegt að flytja raforku milli Íslands og orkumarkaðar Evrópusambandsins verði lagagrundvöllur gerðanna endurskoðaður og komi ákvæði hennar sem varða tengingar yfir landamæri ekki til framkvæmda fyrr en að þeirri endurskoðun lokinni.

Lesa áfram „Ríkisstjórnin samþykkir að leggja þriðja orkupakkann fyrir Alþingi“
Deila þessu:

Von á orkupakkanum innan 10 daga

Frétt mbl.is 20. mars 2019

Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkismálaráðherra

„Þing­flokk­arn­ir voru meðal ann­ars að ræða þriðja orkupakk­ann og tengd mál. Ég og Þór­dís Kol­brún [R. Gylfa­dótt­ir, iðnaðarráðherra] vor­um að fara yfir þau mál með þing­flokk­un­um þrem,“ út­skýr­ir Guðlaug­ur.

Spurður um hvað fel­ist í mál­um sem hann seg­ir tengj­ast orkupakk­an­um, seg­ist ráðherr­ann ekki getað upp­lýst á þessu stigi ná­kvæm­lega hvert eðli þeirra mála sé.

„Við tók­um þess­ari gagn­rýni sem kom fram mjög al­var­lega og við höf­um verið að nýta tím­ann til þess að skoða þau mál og meta það. Á þessu stigi er ekki mikið meira um það að segja, annað en það að við frestuðum mál­inu og höf­um verið að skoða það í kjöl­inn meðal ann­ars með þeim sem hafa gagn­rýnt það harðast,“ út­skýr­ir Guðlaug­ur.

Sjá nánar frétt á mbl.is

Deila þessu: