Fyrirvarar og undanþágur ekki til í orðabók ESB

Jón Bjarnason f.v. ráðherra

Jón Bjarnason, fv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að svo vel þekki hann til í samningum við Evrópusambandið frá sinni ráðherratíð, að  það eru engir raunverlulegir fyrirvarar eða undanþágur til í orðabók ESB.
„Slíkt er blekking og það veit utanríkisráðherra mæta vel,“ segir Jón í pistli á heimasíðu sinni og minnir á innleiðingu Matvælalöggjafar ESB þar sem Alþingi Íslendinga taldi sér heimilt að setja inn “Íslenskt ákvæði” til verndar hreinleika og heilsu íslensks búfjár og standa vörð um hollustu innlendra matvæla.

En sá fyrirvari var samþykktur á Alþingi 2009 samhljóða, án mótatkvæða. Nú virðist það vera hlutskipti Alþingis að stimpla niðurstöðu kærudóms ESB og samþykkja umrætt undanþáguákvæði samkvæmt skipun frá ESB,“ segir Jón ennfremur.

Hann segir að okkur Íslendingum beri að hafna orkupakka ESB og allt tal um undanþágur og fyrirvara sé sjálfsblekking.

Fréttavefur Viljans 23. mars 2019

Deila þessu: