Þriðji orkupakkinn gengur út á samruna og yfirráð yfir íslenskum auðlindum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson:
„Þriðji orkupakkinn gengur út á samruna og yfirráð yfir íslenskum auðlindum“, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á flokkráðsfundi í Garðabæ í dag, en hann gerði orkumálin að sérlegu umtalsefni í ræðu sinni, en ríkisstjórnin leggur fram þingsályktunartillögu um innleiðingu hans á næstu dögum. Hann sagði um heildarhagsmuni ESB að ræða, en ekki hagsmuni hvers ríkis fyrir sig og sé málið því því fullveldismál.
Hluti af markmiðum þriðja orkupakkans er að koma Íslandi í ESB. Rökin fyrir samþykki orkupakkans eru ekki til staðar, heldur er þetta liður í gangverki kerfisins, tannhjól sem snýst, ein tönn í einu.“
Hann sagði það mikið áhyggjuefni stjórnvalda á Íslandi og víðar, að stjórnmálamenn séu hættir að stjórna og á meðan sé það kerfið sem ræður.

Nánar á vefsíðu Viljans 30. mars 2019

Deila þessu: