
Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnti þann 30.1.2025 tillögur að flokkun tíu vindorkukosta. Nefndin leggur til að allir tíu kostirnir fari í biðflokk og kallar eftir umsögnum. Frestur var veittur til 24. apríl 2025.
Vindorku(ó)kostirnir nefnast: Alviðra, Garpsdalur, Hnotasteinn, Hrútavirkjun, Hrútmúlavirkjun, Mosfellsheiðarvirkjun I, Mosfellsheiðarvirkjun II, Reykjanesgarður, Sólheimar og Vindheimavirkjun.
Sveinulf Vågene, jarðfræðingur og ráðgjafi hjá Motvind Norge, var svo vænn að senda okkur greinargerð sem varpar ljósi á neikvæðar afleiðingar vindorku Í Noregi til að vara íslendinga við að gera sömu mistök og Noregur.
Greinargerð Sveinulfs hefur verið send til verkefnastjórnarinnar með stuttu kynningarbréfi sem hljóðar svo:
Með þessari umsögn vil ég vekja athygli á þeim alvarlegu áhrifum sem uppbygging vindorkuvera getur haft á náttúru, samfélag og efnahag Íslands.