Atvinnuvegaráðuneytið birti fyrir skömmu greinargóða skýrslu um áhrif 3. orkupakkans og tilkomu sæstrengs á raforkuverð hér á landi. Ýmsar áhugaverðar upplýsingar eru þar að finna um raforkuverð.
En hvert fer arðurinn?
Glærurnar má finna hér
Skýrslan í heild er hér
Þingmenn ljúga blákalt að þjóðinni
Ómar Geirsson:
„Þegar þingmenn fullyrða síðan fullum fetum að þeir hafi ekki afsalað neinu forræði, eða að regluverkið snúist um neytendavernd en ekki crossborder tengingar, þá er þeir annað hvort hreinræktaðir blábjánar, hafandi ekki vitsmuni til að skilja sínar eigin gjörðir, eða hreinræktaðir lygarar.“
—
„Nýting orkunnar á samfélagslegum forsendum, að framboð hennar sé öruggt og viðráðanleg öllum almenningi, er eitt af því góða við okkar samfélag, og varðandi atvinnulífið, samkeppnisforskot sem vinnur upp annað óhagræði sem fylgir smæð þjóðarinnar og fjarlægð frá mörkuðum. Um þetta hefur ríkt sátt að mestu en án allrar umræðu ætlar sá hluti alþingismanna, sem er fyrirmunað að segja satt orð um orkupakkann, að innleiða regluverk sem gerir ráð fyrir einum samevrópskum raforkumarkaði þar sem samkeppnismarkaðurinn ákveður raforkuverðið.“
Nánar á omargeirsson.blog.is þ. 31. ágúst 2019
Fjölmennum á þingpalla
Samtökin Orkan okkar hvetja baráttufólk gegn orkupakkanum til að fjölmenna á þingpalla í dag og á morgun á meðan umræða um málið stendur yfir og einnig við atkvæðagreiðsluna sem er fyrirhuguð mánudaginn 2. september.
Eins og kemur fram á vef Alþingis hefjast þingfundir í dag og á morgun klukkan 10:30. Líklegt er að þeir standi til klukkan 20:00 báða dagana. Dagskrá Alþingis fyrir næstkomandi mánudag hefur ekki verið birt.
Áður en atkvæði verða greidd munu fulltrúar Orkunnar okkar afhenda forseta Alþingis þær undirskriftir sem hafa bæst við frá afhendingunni 14. maí (Sjá frétt).
Enn er tækifæri til að skora á þingmenn að hafna þriðja orkupakkanum. Í þessum skrifuðu orðum er heildarfjöldi undirskrifta að nálgast 16.500. Ef þú átt eftir að setja nafnið þitt á áskorunina þá skrifar þú undir hér.
Er Alþingi orðið vanhæft vegna RÚV?
Hildur Hermóðsdóttir skrifar í Mbl:
„Í mikilvægum málum sem tekist er á um, er talað við áhrifamenn og talsmenn beggja eða allra sjónarmiða, dregin fram aðalatriði og leitast við að útskýra þau. Því miður sýnist mér þessu ekki þannig varið í fjölmiðlum okkar undanfarin misseri, jafnvel ekki í útvarpi allra landsmanna. Meðan allt logar í átökum um þriðja orkupakkann innan stjórnmálaflokka og í þjóðfélaginu öllu láta fréttamenn sér það í léttu rúmi liggja, eru ófeimnir við að draga aðeins fram sjónarmið annars aðilans og sleppa því oftast að birta fréttir af því sem er að gerast á hinum vængnum.“
— –
„Fylgjendur orkupakkans hafa greinilega mun greiðari aðgang að fréttastofum. Hvernig ná þeir slíku tangarhaldi á fjölmiðlum að þeir fái ekki að fjalla ærlega um málið og gefa þjóðinni tíma og tækifæri til að kynna sér allar hliðar þess? Hvað á þessi leikaraskapur að þýða? Hvar er lýðræðið statt ef fréttamenn láta bjóða sér slíkt vinnuumhverfi? „
Er Alþingi orðið vanhæft?
Samtökin Orkan okkar hafa margoft bent á þá lýðræðisskekkju, sem fram kemur í umfjöllun RÚV (Útvarpi allra landsmanna) um innleiðingu þriðja orkupakka ESB í íslensk lög. Hvernig skyldi hlutverk Ríkisútvarpsins vera skilgreint í lögum?
Skv. Lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu (lögum nr. 23 frá 20. mars 2013) skal Ríkisútvarpið sinna lýðræðislegu hlutverki sínu m.a. með því að:
1. Hafa í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur, þ.m.t. um mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana.
2. Veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringarþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar.
3. Vera vettvangur fyrir mismunandi skoðanir á málum sem efst eru á baugi hverju sinni og almenning varða.
Nú það staðreynd, að lýðræðislega kjörnir fulltrúar almennings á Alþingi hafa ekki tök á því hver og einn til að kafa mjög ítarlega í hvert einasta þingmál og tillögur. Þeir hljóta því, líkt og almenningur, að reiða sig á ýmis gögn m.a. “ víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringarþjónustu “ umfjöllun Ríkisútvarpsins, sem skv. lögum ber þá skyldu að flytja vandaða og hlutlausa umfjöllun um mikilvæg málefni sem eru til umræðu í þjóðfélaginu hverju sinni. Þetta á ekki síst við um málefni sem skipta þjóðarhag verulegu máli og sem mismunandi skoðanir eru uppi um.
Þá vaknar sú spurning hvort Ríkisútvarpið hafi farið að lögum í umfjöllun sinni um þriðja orkupakka ESB?
Ef ekki, hefur það haft áhrif á skoðanamyndun alþingismannanna okkar og þá í takt við þá umfjöllun?
Nánar í Mbl þ. 24. ágúst 2019
Fundurinn í Reykjanesbæ
Fjórir fulltrúar Orkunnar okkar fluttu erindi um orkupakkann á opnum fundi sem Miðflokkurinn boðaði til og haldinn var í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Sömu fulltrúar verða með framsögu á fundinum sem haldinn verður á Selfossi nú í kvöld. Nánari upplýsingar um hann með að því að smella hér.
Hægt var að horfa á fundinn í beinni á Facebook. Þegar þetta er skrifað höfðu hátt í 3.000 manns horft á á upptökuna.
https://www.facebook.com/midflokkur/videos/346520612959540/