Ómar Geirsson:
„Hverjum datt í hug sá barnaskapur að láta iðnaðarráðherra fullyrða að orkupakkinn snérist um neytendavernd þegar hann fjallar um tengingar milli landa (cross border) og stofnunar yfirþjóðlegrar stofnunar, ACER? Og af hverju hafði hún ekki dómgreind til að láta ekki svona vitleysu út úr sér??
Orkusamband ESB. Hvað með það?
Páll Vilhjálmsson:
„Orkupakkinn mun leiða til æðisgengis kapphlaups auðmanna, innlendra og erlendra, að kaupa jarðir og réttindi til að framleiða og dreifa rafmagni. Auðmennirnir vita sem er að orkupakkinn er aðferð ESB til að tengja öll raforkukerfi þjóðríkjanna sem eiga aðild að orkustefnu ESB, sem heitir raunar Orkusamband ESB. Sæstrengur veit á tugmilljarða hagnað enda rafmagn í Evrópu mun dýrara en á Íslandi.“
Opnir fundir um 3. orkupakka ESB
Nú þegar hitna tekur í hinum pólitísku kolum í aðdraganda þingstubbsins í lok mánaðarins þar sem stendur til að innleiða formlega þriðja orkupakkann, má búast við að efnt verði til margra pólitískra funda um þetta heita deiluefni.
Mikill kraftur á Íslandi í baráttunni gegn ACER
Kathrine Kleveland, leiðtogi Nei til EU í Noregi:
„Bæði Noregur og Ísland hafa ákveðið að standa utan Evrópusambandsins og þá vil ég meina að bæði löndin hafa sameiginlega hagsmuni af því að hafna valdaframsali til ESB. Þetta mál snýst um afsal fullveldis,“ segir Kleveland sem bendir á að það sé hlutverk samtakanna að vinna gegn fullveldisframsali til Evrópusambandsins.“
Elliði Vignisson hafnar orkupakka ESB
Elliði Vignisson:
“Það hefur verið fráleitt að hlusta stuðningsmenn OP3 stilla þeim sem hafa uppi efasemdir, sem andstæðingum samstarfs við aðrar þjóðir. Eða að þar með vilji þeir uppsögn á EES samningnum. Slík strámennska skilar ekki árangri. Við, eins og aðrar þjóðir, þurfum að eiga í samstarfi en eðlileg krafa er að slíkt samstarf sé tvíhliða og að í því felist ekki framsal á rétti þjóðarinnar til sjálfstærar ákvörðunartöku í mikilvægum málum,“ segir hann.