Frosti Sigurjónsson:
“ Alþingi hefur það í valdi sínu að bæta einu skilyrði við orðalag þingsályktunarinnar þannig að Alþingi heimili ríkisstjórn að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um að þriðji orkupakkinn verði hluti af EES-samningnum en aðeins að því skilyrði uppfylltu að sameiginlega EES-nefndin hafi áður veitt Íslandi undanþágu frá því að innleiða pakkann.“
Sameiginlegur raforkumarkaður ESB kallar á sæstreng. Annað er mótsögn.
Tómas Jónsson hæstaréttarlögmaður segir mótsögn felast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evrópusambandsins, sem gengur út á að tryggja sameiginlegan raforkumarkað innan Evrópu, en standa síðan í vegi fyrir því að sæstrengur geti nokkurn tímann verið lagður hingað til lands. Tómas kom fyrir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær 19. ágúst 2019.
Lesa áfram „Sameiginlegur raforkumarkaður ESB kallar á sæstreng. Annað er mótsögn.“Hafa þegar eytt um 1,5 milljarði í undirbúning fyrir sæstreng til Íslands
Ríkisstjórn Íslands hefur ítrekað neitað því að verið sé að undirbúa lagningu sæstrengs til Íslands þrátt fyrir að Ice-Link sæstrengur hafi verið á forgangslista ESB a.m.k. frá árinu 2017 með fullu samþykki íslenskra stjórnvalda og þrátt fyrir að tvö almannafyrirtæki hér á landi starfi fyrir erlenda fjárfesta, sem þegar hafa eytt a.m.k. einum og hálfum milljarði í undirbúning fyrir sæstreng til Íslands.
Athygli vekur að starfsmenn þessarra almannafyrirtækja tengjast með einum eða öðrum hætti Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins svo og Steingrími J. Sigfússyni núv. forseta Alþingis og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Þetta og fleira kemur fram á fréttavef Mbl. þ. 18. maí 2019
Minnispunktar Arnars Þórs Jónssonar til Alþingis
Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kom fyrir Utanríkismálanefnd Alþingis þ. 16. ágúst 2019 þar sem hann lagði fram minnisblað um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög.
Í minnisblaðinu er meðal annars talað um að að skuldbinding við að laga sig að regluverki ESB í orkumálum muni fela í sér „takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum“. Hugarfar á þá leið að innleiða andmælalaust erlendar reglur, að játast undir „óbeislaða útþenslu setts réttar“ í „viljalausri þjónkun“, segir Arnar að grafi undan tilverurétti löggjafarþings Íslendinga og laganna sjálfra.
Þróun regluverks ESB vegna orkumála var ekki fyrirséð!
Jón Gunnarsson alþingismaður um 3. orkupakka ESB:
“ Ég get ekki séð að það skipti samstarfsþjóðir okkar nokkru máli þó að við stæðum utan regluverksins um orkumál. Þrátt fyrir að vera hlutfallslega stórir framleiðendur er markaðurinn hér örmarkaður í stóra samhenginu, markaður sem skiptir ekki aðra en okkur máli m.a. annars vegna þess hversu langt við erum frá markaði ESB og við erum ekki að tengjast þeim markaði á næstu árum, hvað sem síðar verður. Grundvallarspurning okkar er því eðlileg og henni velti ég upp á fundi með samstarfsþjóðum okkar í vikunni; á Ísland á þessari stundu eitthvert erindi í samstarf um orkumál við nágrannaþjóðirnar? Er þörf á því að efna hér á landi til deilna um viðkvæmt mál þegar afleiðingarnar eru eins óljósar og raun ber vitni og þá ekki síst með tilliti til þess að nú þegar er verið að undirbúa 4. orkupakkann? „