Mbl.is skýrði þann 21 mars 2013 frá ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var sama dag í Hörpu. Fram kom í máli Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar að sæstrengur milli Íslands og Bretlands myndi hafa fjölbreytt áhrif á íslenskt atvinnulíf og myndi ekki ógna stöðu stóriðjufyrirtækja hér á landi. Sagði hann sæstreng skapa fjölmörg áhugaverð störf, ekki síst fyrir verkfræðinga. Sjá nánar í frétt mbl.is
Orkumálastjóri ESB ræddi sæstreng við utanríkisráðherra Íslands
Mbl.is segir þann 7. mars 2013 frá fundi Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra og Günther Oettinger orkumálastjóra Evrópusambandsins og fulltrúa Þýskalands í framkvæmdastjórn ESB. Á fundinum ræddu þeir m.a. um mögulegt samstarf Íslands og ESB um flutning á orku um sæstreng. Sjá frétt mbl.is
Hafa áhuga á orku frá Íslandi
Í frétt Mbl.is 11. apríl 2012 er haft eftir Charles Hendry orkumálaráðherra Bretlands í vefriti Guardian, að Bretar hafi áhuga á að nýta sér raforku frá Íslandi. Hendry segir að Bretar hafi átt alvarlegar viðræður við íslensk stjórnvöld um þetta mál og þau séu áhugasöm. Hann hafi einnig rætt við forstjóra Landsvirkunar. Nánar í frétt mbl.is
Fá Bretar orku frá íslenskum eldfjöllum?
Í frétt mbl.is 12. nóvember 2012 er vitnað í ummæli Harðar Arnarssonar forstjóra Landsvirkjunar í viðtali við breska blaðið The Times. „Það leikur enginn vafi á því að þetta er tæknilega ögrandi verkefni, en það er enginn efi í okkar huga um að þetta er framkvæmanlegt.“ segir forstjórinn. Sjá nánar í frétt mbl.is
Viljayfirlýsing undirrituð um raforkustreng til Færeyja
Sagt er frá því í frétt mbl.is 31. október 2012 að Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra og Johan Dahl, viðskipta- og iðnaðarráðherra Færeyja hafi undirritað viljayfirlýsingu um að kanna möguleika á raforkustreng milli landanna. Fram kemur í fréttinni að 60% af raforku í Færeyjum og öll húshitun byggi á brennslu olíu. Sambærileg úttekt hafi verið gerð 2007 og hún bent til þess að strengur til Færeyja myndi ekki vera hagkvæmur. Sjá frétt mbl.is um málið.