Í frétt mbl.is 12. mars 2018 er þess getið að verkalýðshreyfingin í Noregi leggist gegn því að norska Stórþingið samþykki þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Mikil andstaða er við málið á meðal norskra stjórnmálamanna og hagsmunasamtök starfsmanna í orkuiðnaðinum leggjast einnig gegn því að umrædd löggjöf sambandsins verði innleidd í Noregi.
Lesa áfram „mbl.is – Mótmæla orkumálatilskipun ESB“Stjórnarskráin og ACER
Bjarni Jónsson verkfræðingur skrifar
Á þessu vefsetri hefur verið bent á nokkur atriði varðandi Þriðja orkumarkaðslagabálkinn frá ESB, sem er á verkefnaskrá Alþingis að fjalla um vorið 2018, og orkar mjög tvímælis m.t.t. Stjórnarskráarinnar. Sætir furðu, að íslenzkir stjórnlagafræðingar virðast ekki hafa gert tilraun til fræðilegrar greiningar á þessu stórmáli enn þá, þótt að því hljóti að koma, enda hafa norskir starfsbræður þeirra ekki legið á liði sínu í þessum efnum. Lesa áfram „Stjórnarskráin og ACER“
mbl.is – Vegið að grunnstoðum EES-samningsins
Í frétt mbl.is 12. febrúar 2018 er vakin athygli á ummælum Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í umræðum á Alþingi á þriðjudaginn í síðustu viku
Lesa áfram „mbl.is – Vegið að grunnstoðum EES-samningsins“„Mér finnst orðið tímabært að við tökum það til alvarlegrar skoðunar á þinginu hver staða EFTA-ríkjanna sé á grundvelli EES-samningsins þegar slíkar kröfur eru gerðar af hálfu Evrópusambandsins. Mjög fljótt á litið sýnist mér að það séu í raun og veru ekki kröfur sem samrýmast grunnhugsun EES-samstarfsins.“
Sérstaða Íslands og Noregs
Bjarni Jónsson verkfræðingur skrifar
Um næstu mánaðamót er væntanleg til landsins Kathrine Kleveland, formaður norsku andófssamtakanna „Nei við ESB“. Mun hún kynna hérlendis skelegga baráttu samtaka sinna gegn stöðugt vaxandi framsali fullveldis Noregs til yfirþjóðlegra stofnana ESB vegna EES-samningsins. Lesa áfram „Sérstaða Íslands og Noregs“