Norðmenn bíða eftir afstöðu Íslands

Bjarni Benediktsson

Fréttastofa RÚV segir frá því 23 mars 2018 að norskir andstæðingar þriðja orkupakkans horfi til afstöðu íslands. Norska Stórþingið hafi samþykkt tilskipunina í gær. Í fréttinni er m.a. fjallað um ályktanir landsfundar Sjálfstæðisflokks og flokksþings Framsóknar gegn frekara framsali valds í orkumálum til ESB og rakin eru ummæli Bjarna Benediktssonar í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær: „Hvað í ósköpum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evrópu á okkar einangraða land með okkar eigin raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undir boðvald þessarar stofnunar?Sjá frétt á ruv.is

Deila þessu:

mbl.is – „Hættu­leg­ur fyr­ir sjálf­stæðið okk­ar“

Í frétt mbl.is þann 20. mars 2018 er fjallað um viðtal norska frétta­vefsins Abcnyheter.no við Óla Björn Kárason, þing­mann Sjálf­stæðis­flokks­ins sem segir:

„Mikl­ar áhyggj­ur eru af reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins um orku­mál á Íslandi. Ekki aðeins í okk­ar flokki held­ur í næst­um öll­um stjórn­mála­flokk­un­um fyr­ir utan þá tvo flokka sem styðja inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið, sósí­al­demó­krat­ana og Viðreisn.“

Tilefni viðtalsins er eftirfarandi ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins:

Lesa áfram „mbl.is – „Hættu­leg­ur fyr­ir sjálf­stæðið okk­ar““
Deila þessu:

mbl.is – Meirihlutinn á móti orkumálapakkanum

Í frétt mbl.is þann 16. mars 2018 kemur fram að meiri­hluti Norðmanna er and­víg­ur því að norsk­ir ráðamenn samþykki nýj­an orku­málapakka Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um aðild Nor­egs að samn­ingn­um um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar.

Lesa áfram „mbl.is – Meirihlutinn á móti orkumálapakkanum“
Deila þessu:

mbl.is – Mótmæla orkumálatilskipun ESB

Í frétt mbl.is 12. mars 2018 er þess getið að verka­lýðshreyf­ing­in í Nor­egi leggist gegn því að norska Stórþingið samþykki þriðja orku­málapakka Evr­ópu­sam­bands­ins í gegn­um EES-samn­ing­inn. Mik­il andstaða er við málið á meðal norskra stjórn­mála­manna og hags­muna­sam­tök starfs­manna í orkuiðnaðinum leggj­ast einnig gegn því að um­rædd lög­gjöf sam­bands­ins verði inn­leidd í Nor­egi.

Lesa áfram „mbl.is – Mótmæla orkumálatilskipun ESB“
Deila þessu: