Hverjir eru hagsmunir Íslands af þriðja Orkupakka ESB?

Eftir Guðna Ágústsson  

Greinin birtist í Morgunblaðinu laugardag, 10. nóvember 2018

Guðni Ágústsson
Guðni Ágústsson f.v ráðherra

Það er merki­lega lít­il umræða af hálfu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um þriðja orkupakka ESB sem á að taka fyr­ir í fe­brú­ar nk. á Alþingi sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá for­sæt­is­ráðherra.

Þetta gef­ur til kynna að þings­álykt­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar sé til og stefna þegar tek­in og afstaða klár. Mik­il gerj­un fer samt fram í grasrót rík­is­stjórn­ar­flokk­anna allra, fund­ir og umræða spreng­ir heilu fund­ar­sal­ina sé á annað borð boðað til fund­ar. Jafn­framt virðist sem and­ófs­fé­lög séu að búa um sig í flokk­un­um þrem­ur og reynd­ar í stjórn­ar­and­stöðuflokk­un­um líka.

Lesa áfram „Hverjir eru hagsmunir Íslands af þriðja Orkupakka ESB?“
Deila þessu:

Nei til EU samtökin höfða mál gegn stjórnvöldum fyrir brot á stjórnarskrá

Kat­hrine Kleve­land, formaður Nei til EU

Mbl.is segir frá því 8. nóvember 2018 að Nei til EU samtökin í Noregi hafi ákveðið að höfða mál gegn þarlendum stjórnvöldum vegna brots á stjórnarskrá. Samkvæmt stjórnarskrá Noregs þarf 3/4 atkvæða á þingi til að framselja vald til erlendrar stofnunar, en þriðji orkupakkinn var samþykktur með rétt rúmlega helmingi atkvæða.  Sjá nánar frétt mbl.is

Deila þessu:

Miðflokkurinn afþakkar pakkann

Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins ritaði grein í Morgunblaðið 8. nóvember 2018 undir fyrirsögninni „Suma pakka er betra að afþakka“. Þar skorar hann á ríkisstjórnina að fara nú þegar fram á að Ísland fái undanþágu frá orkupakkanum og skila honum svo til sendanda. og bætir við „Í því efni getur ríkisstjórnin reitt sig á stuðning Miðflokksins.“

Deila þessu:

Stjórnmálaályktun Miðflokksins: „Orkupakk­inn inn­leidd­ur þrátt fyr­ir viðvar­an­ir“

Mbl.is 4. nóvember 2018
Miðflokk­ur­inn seg­ir að allt bendi til þess að rík­is­stjórn­in ætli sér að inn­leiða hinn svo­kallaða þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins, þrátt fyr­ir ótal viðvar­an­ir, heim­an frá og að utan.

Lesa áfram „Stjórnmálaályktun Miðflokksins: „Orkupakk­inn inn­leidd­ur þrátt fyr­ir viðvar­an­ir““
Deila þessu:

Svör Bjarna Jónssonar við athugasemdum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna umfjöllunar í Bændablaðinu þ. 1. nóvember 2018

Bjarni Jónsson (BJ) rafmagnsverkfræðingur hefur svarað athugasemdum ANR og fara þér hér á eftir, lið fyrir lið:

Haft er eftir formanni Sambands garðyrkjubænda á forsíðu Bændablaðsins, fimmtudaginn 1. nóvember, að innleiðing á þriðja orkupakka Evrópusambandsins myndi „án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs og hækkunar á raforkuverði“. Í kjölfarið sé „borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú“.

Lesa áfram „Svör Bjarna Jónssonar við athugasemdum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna umfjöllunar í Bændablaðinu þ. 1. nóvember 2018“
Deila þessu: