Eftir Guðna Ágústsson
Greinin birtist í Morgunblaðinu laugardag, 10. nóvember 2018
Það er merkilega lítil umræða af hálfu ríkisstjórnarflokkanna um þriðja orkupakka ESB sem á að taka fyrir í febrúar nk. á Alþingi samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðherra.
Þetta gefur til kynna að þingsályktun ríkisstjórnarinnar sé til og stefna þegar tekin og afstaða klár. Mikil gerjun fer samt fram í grasrót ríkisstjórnarflokkanna allra, fundir og umræða sprengir heilu fundarsalina sé á annað borð boðað til fundar. Jafnframt virðist sem andófsfélög séu að búa um sig í flokkunum þremur og reyndar í stjórnarandstöðuflokkunum líka.