Raforkumarkaður Landsvirkjunar

Eftir Elías Elíasson, birt í Morgunblaðinu 13. 12. 2018

Elías B. Elíasson

Landsvirkjun hélt fyrir nokkru morgunverðarfund um orkumarkað í mótun. Það var ánægjulegt að sjá, í erindi Sveinbjörns Finnssonar á fundinum, betur útfærða hugmynd um aðra leið að frjálsum markaði en þá sem undirritaður varpaði fram innan Landsvirkjunar fyrir hálfum öðrum áratug. Hugmyndin gengur út á að verðleggja orku Landsvirkjunar þannig að nokkuð fáist fyrir þann sveigjanleika sem vatnsorka fyrirtækisins hefur umfram jarðvarmaorku.

Lesa áfram „Raforkumarkaður Landsvirkjunar“
Deila þessu:

Þingmenn efast um orkupakkann

Mbl.is segir frá því 4. desember að sex þingmenn sjálfstæðisflokks hafi opinberlega viðrað miklar efasemdir um þriðja orkupakkann. „Þing­menn­irn­ir eru Páll Magnús­son, Jón Gunn­ars­son, Brynj­ar Ní­els­son, Njáll Trausti Friðberts­son og Óli Björn Kára­son en að auki hef­ur Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, fjallað um málið með gagn­rýn­um hætti og sagt að orku­mál Íslend­inga ættu ekki að vera mála­flokk­ur sem heyrði und­ir EES-samn­ing­inn.Sjá nánar á vef mbl.is

Deila þessu:

Orkupakki Evrópusambandsins

Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins ritar grein í Morgunblaðið 29. nóvember 2018 þar sem hann færir rök fyrir því að Ísland eigi ekki að innleiða reglur ESB um orkumál. Jón gerir eftirfarandi tillögu „Setj­umst niður með viðsemj­end­um okk­ar og för­um yfir mál­in á þess­um grunni. Ég sé ekki að þær þjóðir hafi, eins og sak­ir standa, sér­staka hags­muni af því að við inn­leiðum regl­ur ESB um orku­mál. Fyr­ir Norðmenn er málið mik­il­vægt, því þeir eiga í mikl­um og að þeirra mati ábata­söm­um viðskipt­um við Evr­ópu­lönd vegna sölu á raf­orku. Í mín­um huga er þetta ein­falt mál en það má vel vera að niðurstaðan verði flókn­ari en virðist við fyrstu sýn, það kem­ur þá í ljós þegar á reyn­ir.“ Grein Jóns í heild sinni:

Lesa áfram „Orkupakki Evrópusambandsins“
Deila þessu:

Auðlindirnar eru okkar en ekki Evrópusambandsins

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins skrifaði harðorða grein um orkupakka þrjú sem birtist í Morgunblaðinu 28. nóvember 2018. Inga skrifar m.a. „Nú er mik­ill þrýst­ing­ur frá orkuþurfandi Evr­ópu að fá Íslend­inga til að und­ir­gang­ast hinn svo­kallaða þriðja orkupakka. Áður hafa stjórn­völd kvittað upp á orkupakka eitt og tvö með til­heyr­andi kostnaði. Þá sér­stak­lega með hækk­andi orku­verði til al­menn­ings. “ og bætir við „Eft­ir ára­tuga bar­áttu fyr­ir full­veldi ís­lensku þjóðar­inn­ar er ég ekki til­bú­in að af­sala því nú. Þriðji orkupakk­inn kem­ur okk­ur ekki við og því til staðfest­ing­ar er nóg að líta á landa­kortið.“

Deila þessu:

Heimilin hafa borið kostnað vegna fyrri orkupakka

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins ræddi meðal annars um orkupakka þrjú í ítarlegu viðtali við Útvarp Sögu. Hann benti meðal annars á að fyrri orkupakkar hafi þegar haft fjárhagslegan kostnað í för með sér fyrir heimilin og hann telur litla ástæðu til að ætla að sá þriðji verði hvalreki. Nánar á vef útvarps Sögu.

Deila þessu: