Fulltrúar Heimssýnar gengu til fundar við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands þann 29. mars 2019.
Efni fundarins var að ræða þriðja orkupakka ESB. Voru ýmsar hliðar málsins ræddar, bæði er lúta að stjórnskipun og mikilvægi þess að Íslendingar hafi full yfirráð yfir auðlindum landsins. Verði orkupakkamálinu fram haldið má búast við að lagt verði að forsetanum að beita sér með viðeigandi hætti. Einnig var minnst á álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst sem álykta að orkupakkinn feli í sér meira meira framsal ríkisvalds en stjórnarskráin leyfir. Einnig var farið yfir niðurstöður viðhorfskönnunar Maskínu frá því í maí 2018. Hún sýndi að þjóðin er almennt mjög andvíg því að aukið vald yfir orkumálum Íslands verði fært til evrópskra stofnana. Að lokum var einnig rætt um mögulegar lausnir á málinu og hvers vegna Ísland er í fullum rétti til að hafna orkupakkanum.
Flokksráð Miðflokksins ályktar gegn þriðja orkupakka Evrópusambandsins
Á fundi flokksráðs Miðflokksins laugardaginn 30. mars 2019 var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Miðflokkurinn stendur vörð um fullveldi, sjálfstæði og auðlindir þjóðarinnar. Flokkurinn vill treysta forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sínum og mun leggjast gegn samþykkt þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Flokkurinn samþykkir hvorki afsal á fullveldi Íslendinga yfir orkuauðlindinni né fyrirsjáanlega hækkun á raforkuverði hér á landi.„
Sjá nánar frétt á kjarninn.is
Sótt að auðlindum Íslands úr mörgum áttum
Styrmir Gunnarsson segir m.a. í grein sinni í Mbl. í dag: “Ef fiskimiðin við Ísland væru í einkaeign en ekki sameign þjóðarinnar eru þessi umsvif tengd orkuauðlind okkar sambærileg við það, að erlend fyrirtæki, með hulin markmið, væru að kaupa upp afmarkaða hluta þeirra og þá áreiðanlega öðrum til hagsbóta en því fólki, sem hér býr.
Hvernig stendur á því að íslenzk stjórnvöld láta þessa þróun á eignarhaldi á HS Orku afskiptalausa?
Hvernig stendur á því að Alþingi og ríkisstjórn virðast ekki einu sinni taka eftir því sem er að gerast á þessum vettvangi? Er til of mikils mælzt að einhver þingmaður á Alþingi Íslendinga láti sig þessi mál varða og spyrji spurninga?”
Sjá nánar í Morgunblaðinu 30. mars 2019
Þriðji orkupakkinn gengur út á samruna og yfirráð yfir íslenskum auðlindum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson:
„Þriðji orkupakkinn gengur út á samruna og yfirráð yfir íslenskum auðlindum“, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á flokkráðsfundi í Garðabæ í dag, en hann gerði orkumálin að sérlegu umtalsefni í ræðu sinni, en ríkisstjórnin leggur fram þingsályktunartillögu um innleiðingu hans á næstu dögum. Hann sagði um heildarhagsmuni ESB að ræða, en ekki hagsmuni hvers ríkis fyrir sig og sé málið því því fullveldismál.
Hluti af markmiðum þriðja orkupakkans er að koma Íslandi í ESB. Rökin fyrir samþykki orkupakkans eru ekki til staðar, heldur er þetta liður í gangverki kerfisins, tannhjól sem snýst, ein tönn í einu.“
Hann sagði það mikið áhyggjuefni stjórnvalda á Íslandi og víðar, að stjórnmálamenn séu hættir að stjórna og á meðan sé það kerfið sem ræður.
Nánar á vefsíðu Viljans 30. mars 2019
Afhendum ekki ESB völdin yfir íslenskum auðlindum með orkupakka 3
Hjörleifur Guttormsson skrifar í Morgunblaðið 29. mars 2019
EES-samningurinn var samþykktur á Alþingi árið 1993 með 33 atkvæðum gegn 23, en sex þingmenn sátu hjá, þar á meðal helmingur þingflokks Framsóknar og þrír sjálfstæðismenn. Samtök um óháð Ísland söfnuðu undirskriftum 34.378 kosningabærra manna gegn samningnum og afhentu þær Salóme Þorkelsdóttur þá forseta Alþingis. Jafnframt beindust áskoranir að Vigdísi forseta um að hún skrifaði ekki undir lögin um EES, þannig að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og ítrekað hafði verið krafist innan og utan þings. Vigdís varð ekki við þeirri áskorun, en ljóst var að hún tók málið nærri sér og íhugaði að segja af sér embætti af þessu tilefni (Mbl. 9. júlí 1996). Skömmu áður, eða 1992, hafði EES-samningurinn farið í þjóðaratkvæði í Sviss og verið felldur, og enn býr Sviss að þeirri niðurstöðu.
Lesa áfram „Afhendum ekki ESB völdin yfir íslenskum auðlindum með orkupakka 3“