fbpx

Að þröngva orkupakkanum upp á þjóðina í trássi við þjóðarviljann

Jón Baldvin Hannibalsson f.v. ráðherra:

Jón Baldvin Hannibalsson

Það er of seint að birgja brunninn, þegar barnið er dottið ofaní. Málið telst því vanreifað af hálfu stjórnvalda. Þess vegna ber löggjafanum að hafna fyrirhugaðri lögfestingu nú. Í staðinn ætti löggjafinn að gera þá kröfu til stjórnvalda, að hin „margvíslegu áhrif” laganna verði rækilega greind út frá íslenskum þjóðarhagsmunum, og hagsmunum neytenda sérstaklega, nú þegar.
Slík þjóðhagsleg greining þarf að liggja fyrir, áður en unnt er að mæla með
tengingu við hinn sameiginlega orkumarkað Evrópu.

Úr umsögn Jóns Baldvins Hannibalssonar, fv. utanríkisráðherra, við þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um innleiðingu svonefnds þriðja orkupakka Evrópusambandsins, en utanríkismálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn frá honum.

Nánar á vefsíðu Viljans

Deila þessu:

Eins og fyrir 773 árum verðum við að berjast gegn ofbeldi gegn okkur sjálfum

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar:
„Og hvers vegna er ástæða til að rifja þetta upp? Jú sama erlenda ásælin á sér stað núna. Nú eru það ekki frændur frá Noregi. það er sjálf Evrópa sem vill kúga okkur til að láta frá okkur valdið yfir, orkuna okkar. Síðar verður það vatnið.

Orkan er undirstaða fyrir því að við erum sjálfstæð þjóð. Þjóð sem getur skapað atvinnu útum land og tryggt búsetu. Evrópu er alveg saman. Sambandið sem stofnað var um frið snýst um völd yfir auðlindum. Taka en ekki gefa. Sumir ráðamenn sjá sér hag í að fórna hagsmunum venjulegs fólks fyrir sína hagsmuni það er ekki góðir fulltrúar okkar sem ganga gegn framtíðar hagsmunum.

Eins og fyrir 773 árum verðum við að berjast gegn ofbeldi gegn okkur sjálfum. Okkur ber skylda til að tryggja orku öryggi barna okkar. Þannig að þau eigi sér framtíð eins og við sjálf fengum.

Nánar á vef Fréttatímans

Deila þessu:

Segja má að umræður um orku­pakk­ann séu hat­ramm­ar.

Sigurður Ing Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar:
„Þótt ríf­lega ára­tugur sé lið­inn frá hruni þá hefur þjóðin ekki gleymt. Sárin eru ekki gró­in. Stofn­anir sam­fé­lags­ins, stjórn­mál og stjórn­sýsla, hafa ekki end­ur­heimt traust almenn­ings. Fólk hefur auk þess horft upp á til­hneig­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins að taka sér stöðu með fjár­mála- og við­skipta­vald­inu gegn lýð­ræð­inu eins og við kynnt­umst í Ices­a­ve-­mál­inu og sést einnig vel í ofbeld­is­kenndri fram­komu Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart grísku þjóð­inni. Það er því ekki skrýtið að íslenskur almenn­ingur vilji hafa varan á þegar kemur að sam­skiptum við þetta stóra veldi sem er reyndar drauma­land ein­staka stjórn­mála­hreyf­inga hér á Íslandi.
Í meira en öld hefur Fram­sókn oft verið í því hlut­verki að miðla mál­um. Ég tel mjög mik­il­vægt að í vinnu þings­ins við orku­pakka þrjú vinni allir þing­menn sam­kvæmt sam­visku sinni að því að tryggja hags­muni Íslands og gleymi ekki að hlusta eftir þeim röddum sem hljóma utan þing­húss­ins. Þeim tíma sem fer í að skapa sátt og ein­ingu er ætíð vel var­ið.“

Nánar á Kjarnanum þ. 22. apríl 2019

Deila þessu:

ESB tortímir „orkueyjum“

Páll Vihjálmsson skrifar:
Yfirlýst markmið orkustefnu ESB er að tortíma orkueyjum. Það er gert með samtengingu allra orkukerfa þeirra ríkja sem eiga aðild að orkustefnu ESB. Í evrópskri umræðu er markmiðið útskýrt svona:
„The goal of a real internal energy market requires a fully integrated electricity grid that has eliminated ‘energy islands’ of EU countries not connected to the rest of the grid, and removed bottlenecks.“
Nánar á pallvil.blog.is

Deila þessu:

Buxurnar eru híalín – axlabönd og belti eru blekking

Guðni Ágústsson

Guðni Ágústsson f.v. ráðherra:
“ Lagaspekingarnir segja: „Möguleg lausn gæti falist í því að þriðji orkupakkinn verði innleiddur í íslenskan rétt með lagalegum fyrirvara um að ákvæði hans um grunnvirki yfir landamæri, t.d. 8. gr. reglugerðar nr. 713/-2009, öðlist ekki gildi, enda er slíkum grunnvirkjum ekki fyrir að fara hér á landi.“
Þetta þýðir víst að sæstrengirnir verði aðeins lagðir ef Alþingi lögfesti það. Þessari lausn, ef lausn skyldi kalla, lýkur svo með orðum þeirra: „Þessi lausn er þó ekki gallalaus.“ Þarna bregða þeir fyrir sig Ara fróða „hvað sem missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist“. Þetta er fullkominn lögfræðilegur fyrirvari. Þeir þvo hendur sínar eins og Pílatus forðum, fría sig af ákvörðun Alþingis í framtíðinni. „

Nánar í Mbl þ. 18. apríl 2018

Deila þessu: