Segja má að umræður um orku­pakk­ann séu hat­ramm­ar.

Sigurður Ing Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar:
„Þótt ríf­lega ára­tugur sé lið­inn frá hruni þá hefur þjóðin ekki gleymt. Sárin eru ekki gró­in. Stofn­anir sam­fé­lags­ins, stjórn­mál og stjórn­sýsla, hafa ekki end­ur­heimt traust almenn­ings. Fólk hefur auk þess horft upp á til­hneig­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins að taka sér stöðu með fjár­mála- og við­skipta­vald­inu gegn lýð­ræð­inu eins og við kynnt­umst í Ices­a­ve-­mál­inu og sést einnig vel í ofbeld­is­kenndri fram­komu Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart grísku þjóð­inni. Það er því ekki skrýtið að íslenskur almenn­ingur vilji hafa varan á þegar kemur að sam­skiptum við þetta stóra veldi sem er reyndar drauma­land ein­staka stjórn­mála­hreyf­inga hér á Íslandi.
Í meira en öld hefur Fram­sókn oft verið í því hlut­verki að miðla mál­um. Ég tel mjög mik­il­vægt að í vinnu þings­ins við orku­pakka þrjú vinni allir þing­menn sam­kvæmt sam­visku sinni að því að tryggja hags­muni Íslands og gleymi ekki að hlusta eftir þeim röddum sem hljóma utan þing­húss­ins. Þeim tíma sem fer í að skapa sátt og ein­ingu er ætíð vel var­ið.“

Nánar á Kjarnanum þ. 22. apríl 2019

Deila þessu: