Frosti Sigurjónsson:
„Utanríkisráðherra Íslands og fleiri gefa í skyn að segi Alþingi nei við orkupakkanum þá muni EES-samningurinn vera í hættu en því er öfugt farið. Við þurfum einmitt að segja nei við þriðja orkupakkanum til að verja EES-samstarfið.
Í 25 ár hafa aðildarríki haft heimild skv. EES-samningnum til að hafna löggjöf og lagabreytingum frá ESB. Í 102. gr. samningsins er fjallað um hvernig skuli þá bregðast við. Sameiginlega EES-nefndin skal þá „gera sitt ýtrasta til að finna lausn sem aðilar geta sætt sig við“. Skynsamleg lausn gæti falist í því að Ísland yrði undanþegið orkupakkanum enda er Ísland ekki tengt orkumarkaði ESB.“
Nánar í Mbl. 4. maí 2019
ASÍ leggst gegn orkupakkanum: „Feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna“
Drífa Snædal forseti ASÍ um 3. orkupakka ESB:
„Raforka er grunnþjónusta og á ekki að mati Alþýðusambands Íslands að vera háð markaðsforsendum hverju sinni. Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði,“ segir í umsögninni sem birtist á vef Alþingis í dag og er undirrituð af Drífu Snædal, forseta ASÍ.
„Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks.“
Nánar á vefsíðu Stundarinnar þ. 29. apríl 2019
Hrægammar markaðsaflana sveima yfir orkuauðlindum þjóðarinnar
Vilhjálmur Birgisson á 1. maí 2019:
„Raforka á að vera á forræði og í eigu þjóðarinnar og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðsöflin fái að véla með hana, enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks.
Öll munum við markaðsvæðingu fjármálakerfisins fyrir hrun þar sem fjárglæframenn einkavæddu gróðann og skattgreiðendur sáttu uppi með tapið, þessa sögu þekkjum við öll allt of vel!
Það er forsenda fyrir áframhaldandi uppbyggingu lífsgæða að eignarhald á auðlindum sé í samfélagslegri eigu og að við njótum öll arðs af nýtingu auðlindanna og getum ráðstafað okkar orku sjálf til uppbyggingar atvinnu hér á landi.
Nánar á vef Verkalýðsfélags Akraness
Þingmenn Sjálfstæðisflokks tala eins og vélmenni
Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri:
„Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, undrast að þrátt fyrir víðtæka og þverpólitíska andstöðu við innleiðingu þriðja orkupakkans, haldi margir þingmenn stjórnarflokkanna enn sínu striki og gefi ekkert eftir.
„Þrátt fyrir þá breidd, sem komin er í andstöðuna halda einstakir þingmenn stjórnarflokkanna, og þá fyrst og fremst þingmenn Sjálfstæðisflokksins, áfram að tala eins og vélmenni, hafa uppi sömu setningarnar um að þeir einir séu handhafar staðreynda málsins en allir aðrir hafi uppi lygar, auk þess að uppnefna flokkssystkini sín,“ segir Styrmir á vefsíðu sinni.
Sá málflutningur bendir ekki til að þeir hinir sömu telji sig þurfa að hlusta á fólkið í landinu, að ekki sé talað um að þeir átti sig á að það kemur dagur eftir þennan dag,“ bætir hann við.
Nánar á Styrmir.is
„Neikvæðar afleiðingar“ markmið ESB
Skúli Magnússon lögmaður:
Það er ljóst að „pólitísk slagsíða“ er á EES-samningnum sem felst meðal annars í því að að Íslandi og öðrum EFTA/EES-ríkjum er gert að taka einhliða upp löggjöf frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn sem þau hafi mjög takmarkaða möguleika á að fjalla um. Markmið EES-samningsins er einsleitni. Fyrir vikið á Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að fylgja úrskurðum framkvæmdastjórnar sambandsins og EFTA-dómstóllinn að horfa til dómaframkvæmdar Evrópudómstólsins sem hann og gerir.
Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 29. apríl 2019