Jónas Elíasson:
”Að samþykkja markaðsreglurnar og neita að tengjast markaðnum er pólitískt klúður í stíl við Brexit. Það mundi gera okkur að almennu aðhlátursefni um alla Evrópu rétt eins og Breta.”
Nánar í Mbl. þ. 15. maí 2019
Afhending undirskrifta
Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti Alþingis, tók á móti tæplega 14.000 undirskrifum þeirra sem hafa skrifað undir áskorun til þingmanna að hafna samþykkt á Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 97/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).
Fyrirvarinn til að safna undirskriftunum saman og ganga frá þeim til afhendingar var ekki langur en málið var tekið úr nefnd fyrir hádegi í gær. Rafrænu undirskriftirnar voru yfirfarnar og prentaðar út kl. 19:00 í gærkvöldi en ekki reyndist unnt að safna öllum eiginhandarundirritunum saman.
Undirskriftarsöfnunin heldur áfram þar til atkvæðagreiðsla um málið hefur farið fram. Krækja á undirskriftarsöfnunina.
Getur Alþingi bæði sleppt og haldið?
Ögmundur Jónasson:
„Aðferðafræðin nú (og þjóðin sér í gegnum) er að neita einfaldlega öllum áformum um lagningu sæstrengs. En samt á að innleiða reglur sem byggjast á aðild að innri orkumarkaði Evrópu. Þetta gengur einfaldlega ekki upp. Líkist því helst að Ástralía sækti um aðild að Norðurskautsráðinu, hafandi engin tengsl við Norðurslóðir. Svona málflutningur er fjarstæðukenndur og segir fólki strax að eitthvað allt annað býr að baki.“
Nánar á vefsíðu Ögmundar Jónassonar 9. maí 2019
Ég er mótfallinn innleiðingu 3. orkupakka ESB
Tómas Ingi Olrich:
“Evrópuréttur býr við þær aðstæður að hann víkur iðulega fyrir pólitískum þrýstingi þeirra sem hafa stöðu til þess, en það eru öðrum fremur stærri og veigameiri aðildarríkin. Við þær aðstæður er erfitt að treysta fyllilega leikreglum um skyldur og réttindi aðildarlanda ESB/EES.”
Nánar á vefsíðu Mbl. 7. maí 2019
Segja höfnun lögfræðilega rétta
Vafi leikur á um hvort þriðji orkupakkinn samræmist stjórnarskrá vegna valdframsals til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Þeirri leið sem utanríkisráðherra hefur valið varðandi innleiðingu pakkans er hins vegar ætlað að útiloka stjórnskipunarvandann að svo stöddu.
Þetta sögðu þeir Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, þegar þeir komu fyrir fund utanríkismálanefndar í gær. Þar gerðu þeir grein fyrir álitsgerð sinni um þriðja orkupakkann sem þeir unnu að beiðni utanríkisráðuneytisins.
Nánar á vefsíðu Mbl 7. maí 2019