Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti Alþingis, tók á móti tæplega 14.000 undirskrifum þeirra sem hafa skrifað undir áskorun til þingmanna að hafna samþykkt á Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 97/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn).
Fyrirvarinn til að safna undirskriftunum saman og ganga frá þeim til afhendingar var ekki langur en málið var tekið úr nefnd fyrir hádegi í gær. Rafrænu undirskriftirnar voru yfirfarnar og prentaðar út kl. 19:00 í gærkvöldi en ekki reyndist unnt að safna öllum eiginhandarundirritunum saman.
Undirskriftarsöfnunin heldur áfram þar til atkvæðagreiðsla um málið hefur farið fram. Krækja á undirskriftarsöfnunina.