fbpx

Afgerandi meirihluti vill fresta orkupakkanum

Niðurstöður könnunar sem var gerð á læksíðu Orkunnar okkar á Facebook eru að 87% vilja fresta umræðum og og afgreiðslu orkupakka 3 til næsta hausts. 13% eru því andvígir.

Í könnuninni tóku þáttakendur afstöðu til eftirfarandi staðhæfingar: „Ég er sammála þeim sem hafa lagt til að fresta umræðum og afgreiðslu Alþingis á orkupakka 3 til næsta hausts.“ Hægt var að svara JÁ eða NEI.

Rúmlega 2.100 tóku þátt í könnuninni.. Samkvæmt niðurstöðunum er yfirgnæfandi meirihluti með frestun til næsta hausts eða rúmlega 1.800 sem eru 87% þátttakenda.

Það sem mælir með frestun er að almenningi og öðrum gefst þar með svigrúm og tækifæri til að kynna sér betur um hvað orkupakkamálið snýst, innihald orkupakka 3 og næstu pakka sem eru væntanlegir í kjölfar hans. Það er ljóst að kynning á tilgangi og afleiðingum orkulagabálks ESB í íslensk lög er verulega ábótavant.

Þeim, sem styðja frestunina og vilja freista þess að hafa áhrif á dagskrá þingsins, skal bent á að inni á Facebook er hægt að skora á forseta Alþingis um fresta orkupakkamálinu. Í áskoruninni segir meðal annars:

Við sem setjum like á þessa síðu skorum á forseta Alþingis, sem og formenn ríkisstjórnarflokkanna, að taka þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann af dagskrá þingsins og fresta afgreiðslu málsins fram á haust.

Smelltu á krækjuna til að komast inn á síðuna og líka við hana.

Deila þessu:

Á móti lífinu ?

Jón Þór Þorvaldsson varaþingmaður

Jón Þór Þorvaldsson:
„Samkvæmt könnunum er sáralítill stuðningur við orkupakkann meðal almennings. En ráðamenn, sem eru búnir að tala við sérfræðinga, trúa því að aðrir séu í bergmálshelli. Við Miðflokksmenn höfum fengið mikinn stuðning við baráttu okkar, ekki síst frá fólki sem tilheyrir tveimur af stjórnarflokkunum þremur. Það fólk þraukaði þegar ákveðið var að samþykkja Icesave, þegar neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað, og nú síðast þegar fóstureyðingar voru undir klappi og blístri á þingpöllum leyfðar fram að 23. viku meðgöngu, við atkvæðagreiðslu þar sem forsætisráðherra sagðist vilja leyfa fóstureyðingar allt fram að fæðingu. Nú horfir þetta fólk á kröfuna um innleiðingu orkupakkans og veit að næst ætla fulltrúar þess að opna fyrir innflutning á ófrosnu kjöti og eggjum, þvert gegn alvarlegum ráðleggingum lækna. Í því máli verður nákvæmlega jafn lítið gert með andstöðu eigin flokksmanna eða alls almennings. Þetta fólk er byrjað að skilja hvað mörgum ráðamönnum finnst um það í raun og veru. Það er bara á móti ríkisstjórninni og lífinu.“

Nánar í Mbl. þ. 1. júní 2019

Deila þessu:

Síðasti útifundurinn í bili

Þriðji útifundurinn um orkupakkamál var haldinn á Austurvelli í dag í blíðskaparveðri. Framsögumennirnir voru fjórir en fundinum stýrði Haraldur Ólafsson.

Framsögumennirnir: Guðlaug Kristbjörg Kristinssdóttir, Þorvarldur Þorvaldsson, Sverrir Ómar Victorsson og Rakel Sigurgeirsdóttir

Fundurinn fór vel fram en ekki var fjölmennt á fundinum. Að fundi loknum var ákveðið að hvíla frekara útifundahald og huga frekar að borgarafundi með fræðsluerindum um orkupakkamálið.

Endanlegrar ákvörðunar um slíkan fund er að vænta á allra næstum dögum. Fundurinn yrði væntanlega auglýstur með myndarlegri hætti en útifundirnir. Þeir sem viðja styðja samtökin til borgarafundarhalds er bent á reikningsupplýsingar samtakanna.

Bankareikningur: 133-26-200065
kennitala samtakanna: 531118-1460

Deila þessu:

Þér er boðið á útifund á Austurvelli

Þriðji útifundurinn um orkupakkamálið verður haldinn á Austurvelli núna á laugardaginn (1. júní). Fundurinn hefst klukkan 14:00 og lýkur klukkutíma síðar.

Það eru Orkan okkar og óformlegur félagsskapur Gulvestunga sem boða til fundarins. Tilefnið er áskorun til þingmanna um að hafna orkupakkanum eða að minnsta kosti fresta afgreiðslu hans til haustsins. Mörg gögn hafa verið dregin fram í dagsljósið að undanförnu og mörgum spurningum er enn ósvarað.

Viðburður hefur verið stofnaður á Facebook vegna útifundarins og eru allir hvattir til að bjóða á hann, deila honum og auðvitað mæta. Framsögumennirnir verða fjórir á fundinum en Haraldur Ólafsson sér um fundarstjórnina. Sjá nánar á viðburðinum inni á Facebook.

Deila þessu:

„ESB verður að breyta um kúrs í málum er varða grunnþjónustu og orku“

Drífa Snædal forseti ASÍ

Drífa Snædal, forseti ASÍ:
„Umsögn okkar til þingsins segir í raun allt sem segja þarf, þar erum við að gagnrýna þær forsendur sem allir orkupakkarnir (1-5) hvíla í raun á og er farið vel yfir í greinargerð með þingsályktunartillögunni að almenn sé litið á orku eins og hverja aðra vöru sem samkeppnislögmál gilda um og orkupakki 3 sé hluti af þeirri vegferð að vinnsla og sala raforku skuli vera rekin í markaðskerfi á samkeppnisgrundvelli,“

Nánar á vefsíðu Stundarinnar þ. 28. maí 2019


Deila þessu: