Sigrún Elsa Smáradóttir:
“Það að samþykkja regluverkið án þess að fyrir liggi hvort það muni eiga við eða ekki gerir að auki alla umræðu um málið brenglaða og útúrsnúningavæna. Af hverju tökum við ekki bara umræðuna um sæstrenginn núna? Viljum við hann eða ekki? Þá vitum við allavega betur hvaða áhrif það sem verið er að samþykkja mun hafa.”
Nánar í Mbl. þ. 12. júní 2019
Yfirgnæfandi meirihluti á móti orkupakkanum
Samkvæmt niðurstöum könnunar sem Orkan okkar gerði, á læksíðu samtakanna á Facebook, eru 93% á móti innleiðingu 3. orkupakkans en ekki nema 7% sem eru fylgjandi. Þessi mikla andstaða þarf ekki að koma á óvart þó hún sé ívið hærri en niðurstöður annarra kannanna hafa sýnt.
Könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Heimssýn fyrir rúmu ári síðan leiddi í ljós að 81% var „andvígur því að frekara vald yfir orkumálum á Íslandi verði fært til evrópskra stofnana.“ (frétt á mbl.is frá 13. maí 2018)
Könnun MMR sem var gerð í kringum mánaðarmót apríl/maí á þessu ári leiddi það í ljós að 62% voru á móti áformum „ríkisstjórnarinnar um valdaafsal í orkumálum.“ (frétt á bbl.is frá 17. maí 2019) á þeim tíma.
Með lögum skal land byggja en ekki brjóta niður
Hildur Sif Thorarensen:
”Það þriðja sem truflaði mig við lestur þessara lagabreytinga var hækkun á raforkueftirlitsgjaldi. HS orka bendir réttilega á að sú hækkun, úr 1 eyri í 1,45 aur, nemur 45% og mun sá kostnaður vissulega enda hjá neytendum. Samkvæmt greinargerð með lögunum er þessi hækkun tilkomin vegna þess að nú ætlar Orkustofnun að færa út kvíarnar og mun því þurfa meira fjármagn til að geta stundað sína starfsemi. Þess að auki þarf Orkustofnun nú að standa straum af ACER með hinum löndunum í EFTA og því fer hluti af þess- um gjöldum beinustu leið til Evrópu- sambandsins.”
Nánar í þ. Mbl. 5. júní 2019
Verið að samþykkja óheft flæði raforku
Arnar Þór Jónsson:
„Með þriðja orkupakkanum verður ekki betur séð en að við séum að játa okkur undir það og festa það í sessi að raforka, eins og hver önnur vara, flæði óheft á milli landa. Frjálsa flæðið á vörum er fyrir hendi, skilgreining á raforku sem vöru er fyrir hendi, en með þriðja orkupakkanum kemur regluverk sem fjallar sérstaklega um tengingar á milli landa.“ segir Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Tekur Arnar Þór undir með þeim Stefáni Má Stefánssyni, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árna Friðrikssyni Hirst landsréttarlögmanni að lögfræðilega rétta leiðin í málinu með hliðsjón af EES-samningnum sé að Alþingi hafni því að samþykkja þriðja orkupakkann með því að aflétta ekki stjórnskipulegum fyrirvara af löggjöfinni og vísa þar með málinu aftur til sameiginlegu EES-nefndarinnar þar sem hægt væri óska eftir lagalega bindandi undanþágum. Fyrirvari ríkisstjórnarinnar ætti sér hins vegar enga slíka stoð í samningnum.
Nánar á vefsíðu Mbl.is þ. 6. júní 2019
Norðmenn deila við ESA um yfirráð ríkisins yfir vatnsaflsvirkjunum
Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hafnar því í svari til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) þann 4. maí, að framleiðsla vatnsafls geti verið háð þjónustutilskipun Evrópusambandsins (ESB). Frá þessu greinir norski miðillinn abcnyheter.
Í því tilviki þýðir það m.a. að allir fjárfestar frá ESB- eða EES-löndum gætu átt norska vatnsaflsvirkjun. Uppbygging og rekstur vatnsaflsvirkjana er ekki þjónusta eins og skilgreint er í þjónustutilskipun ESB, en nýting náttúruauðlinda er ákveðin nánar af ríkisstjórn landsins.
ESA, með tillögu sinni í bréfi dagsettu 30. apríl, gæti komið í veg fyrir áætlun Norðmanna um að hið opinbera, með nokkrum tímabundnum undantekningum, eigi vatnsorkuna.
Það liggur nú á borði ESA að taka tillit til þess hvort stofnunin samþykki afstöðu Norðmanna eða reyni að afturkalla leyfisveitinguna, þar með talda endurheimt einkavirkjana til ríkisins. Ef ESA stendur fast á sínu, þá mun málið að lokum þurfa að verða leyst fyrir EFTA-dómstólnum í Lúxemborg.
Nánar á vef Viljans 6. júní 2019