fbpx

Orkan okkar á samfélagsmiðlum

Orkan okkar er á samfélags- og netmiðlum þar sem fulltrúar samtakanna hafa haldið málstað andstæðinga 3. orkupakka ESB á lofti.

Myndrænt yfirlit yfir miðlana sem Orkan okkar hefur notað til að koma málstað sínum á framfæri

Fjölmiðlar hafa ekki verið duglegir við að koma málstað þeirra sem eru á móti orkupakkanum á framfæri. Þó eru nokkrar ánægjulegar undantekningar: Fréttatíminn, prentútgáfa Morgunblaðsins, Útvarp Saga og Viljinn. Einhverjir miðlar hafa hins vegar algerlega sniðgengið talsmenn samtakanna og aðra sem vilja hafna orkupakkanum.

Samtökin Orkan okkar hafa brugðist við þessu með því að nýta samfélagsmiðla. Miðalarnir sem við höfum notað eru auk þessarar vefsíðu:

  • Facebook þar sem við erum með bæði læksíðu og hóp
  • YouTube þar sem við höfum sett inn viðtöl við nokkra aðila sem eru á móti orkupakkanum ásamt einstöku upptökum
  • Instagram sem við settum í loftið í maí og erum að vinna að því að byggja upp
  • #OrkanOkkar á Twitter má hafa hérna með þó við höfum ekki notað það mikið

Hópurinn, Orkan okkar: Baráttuhópur, telur hátt í 8.000 meðlimi. Umræðurnar þar eru oft og tíðum býsna líflegar. Meðlimir hópsins ásamt fulltrúum samtakanna setja inn efni sem þeim finnst eiga við umræðuna. Læksíðan er komin með rúmlega 3.000 fylgjendur. Fulltrúar samtakanna eru þeir einu sem geta sett inn innlegg en fylgjendur og gestir geta sett athugasemdir við innlegg og sent skilaboð.

YouTube-rásin er með 46 áskrifendur. Viðtölin eru 18 með á milli 119-3.928 áhorf. Vinsælasta myndbandið er við Frosta Sigurjónsson. Við treystum okkur ekki til að gera upp á milli viðtalanna en mælum með þeim öllum.

Instagram-reikningurinn er yngstur en hann var settur í loftið í byrjun maí. Fylgjendur hans eru 105. Alla þessa miðla höfum við notað til að koma upplýsingum um orkupakkann, sem er nú til umræðu, og næstu orkupakka ásamt rökum sem mæla á móti innleiðingu á orkulöggjöf ESB.

Að lokum langar okkur til að minna á bankareikning samtakanna. Við tökum fagnandi á móti styrkjum til að standa straum af kostnaði vegna auglýsinga, prentunar á upplýsingaefni og öðrum framkvæmdum sem þarf að borga fyrir.

Mynd með upplýsingum um bankareikning samtakanna

Afgreiðslu 3. orkupakkans var vissulega frestað en það er rétt að hafa það hugfast að stefnt er að því að „af­greiða end­an­lega þings­álykt­un um þriðja orkupakk­ann 2. sept­em­ber 2019.“ (heimild mbl.is 18.o6.2019)

Deila þessu:

Ástæðurnar 5 komnar á plakat

Niðurstöður könnunar, sem Orkan okkar hrinti af stað og segir frá í þessari frétt, hafa vakið töluverða athygli á Facebook (smella hér til að sjá færsluna). Tilgangur könnunarinnar var að draga fram 5 mikilvægustu atriðin sem ráða andstöðu þeirra sem eru á móti 3. Um það bil 500 manns hafa tekið þátt þegar þetta er skrifað.

Strax hálfum sólarhring eftir að könnunin fór af stað voru komnar skýrar línur varðandi það hvernig atriðin 11 á listanum röðuðust. Fimm efstu atriðin voru sett upp á mynd og sett í dreifingu. Í framhaldinu fengum við sendar myndir þar sem framtakssamir einstaklingar höfðu prentað myndina út í A4-stærð og hengt upp á nokkrum stöðum.

Þetta ætti ekki að fara framhjá þeim sem fara þarna um

Nú höfum við sett þessi atriði á plakat og vistað sem pdf-skjal (sjá niðurhalshnapp hér fyrir neðan). Þeir sem hafa áhuga og tök á geta prentað skjalið út í litog dreift því eða hengt það upp á fjölförnum stöðum.

Deila þessu:

5 góðar ástæður!

Það er komið sumar og þingmenn farnir í frí. Umræðunni um 3. orkupakkann er þó hvergi nærri lokið. Stefnt er að tveggja daga þingi í lok ágúst til afgreiðslu orkupakkamálsins. Þetta þýðir að það eru tveir mánuðir til stefnu til að kynna betur rökin sem mæla á móti innleiðingu pakkans.

Þennan tíma er rétt að nota til að draga fram mikilvægustu rökin sem mæla gegn orkupakkanum. Eitt af því sem Orkan okkar lét sér detta í hug er lítil könnun til að fá hugmynd um það hvaða atriði ráða mestu varðandi andstöðu þeirra sem eru á móti 3. pakkanum (krækja á könnunina).

5 góðar ástæður til að hafna 3 orkupakkanum

Könnunin var sett í loftið síðastliðið laugardagskvöld. Þegar þetta er skrifað, tæpum tveimur sólarhringum síðar, hafa um 450 manns tekið þátt. Eitt af því sem vekur hvað mesta athygli við niðurstöðurnar er hvað hún er afgerandi.

Spurningin sem er sett fram hljóðar nákvæmlega svona: Hver eftirfarandi atriða ráða mestu í sambandi við andstöðu þína við 3. orkupakka ESB? Atriðin á listanum eru 11 en þátttakendur hafa bætt við hann tveimur atriðum í kommentum.

Fimm efstu ástæðurnar eru:

  1. Sjálfræði í orkumálum flytst úr landi
  2. Hækkun á raforkuverði
  3. Innleiðing stangast á við íslenska stjórnarskrá
  4. Næstu orkupakkar
  5. Vöruverð hækkar (vegna hækkunar á raforkuverði)
Lesa Áfram
Deila þessu:

Svar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Ólafi Ísleifssyni um virkjanir með uppsett afl allt að 10 MW.

Ólafur Ísleifsson alþingsimaður

Á árunum 2009–2018 voru gefin út 17 virkjanaleyfi fyrir vatnsaflsvirkjanir með uppsett afl allt að 10 MW. Nánari upplýsingar, m.a. hverjum voru veitt umrædd virkjanaleyfi, er að finna í fylgiskjali II.     
    Á sama tímabili voru gefin út fjögur virkjanaleyfi fyrir jarðvarmavirkjanir með uppsett afl 10 MW eða meira og eitt með uppsett afl allt að 10 MW. Á tímabilinu hafa þrjú virkjanaleyfi verið gefin út fyrir vindorku og eru þau öll með uppsett afl undir 10 MW. 
Virkjanir með uppsett afl allt að 10 MW, sem reistar hafa verið á grundvelli framangreindra virkjanaleyfa, eru sem hér segir: 
Vatnsaflsvirkjanir:     Í fylgiskjali II er listi yfir þær vatnsaflsvirkjanir sem urðu að veruleika af þessum 17 virkjunarleyfum, ásamt staðsetningu og uppsettu afli. 
Vindorka:
    30 kW vindrafstöð í Belgsholti í Leirársveit.     1800 kW vindrafstöð á Hafinu fyrir ofan Búrfell. 
    1300 kW vindrafstöð í Þykkvabæ. 
Jarðvarmavirkjanir:
    2000 kW jarðvarmavirkjun (Flúðavirkjun) við Kópsvatni í Hrunamannahreppi. 

Nánar á vef Alþingis þ. 13. júní 2019

Deila þessu:

Íslandi allt!

Werner Rasmusson

Werner Rasmusson:
„Margir gjalda varhug við samþykki þriðja orkupakkans og að hætta sé á því að við missum forræði á raforkunni okkar. Í Bændablaðinu hinn 29. maí sl. er fréttagrein þess efnis, að átta Evrópusambandsríkjum sé nú skylt að einkavæða vatnsaflsvirkjanir sínar. Í greininni kemur fram að Frakkland sé eitt þeirra ríkja og það leiti nú allra leiða til þess að komast hjá þeirri einkavæðingu. Ef Frakkar verða kúgaðir til hlýðni, hvað verður þá um okkur?”

Nánar í Mbl. þ. 15. júní 2019

Deila þessu: