Styrmir Gunnarsson:
”Nú er að hefjast það sem kannski má kalla „pólitíska tilraunastarfsemi“ innan Sjálfstæðisflokksins. Jón Kári Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, hefur tekið frumkvæði að því að láta reyna á ný ákvæði í skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins (frá 2011), sem kveða á um að berist miðstjórn flokksins skrifleg ósk frá 5.000 flokksbundnum einstaklingum og þar af minnst 300 úr hverju kjördæmi, um atkvæða- greiðslu meðal allra flokksbundinna sjálfstæðismanna um tiltekið málefni, sé miðstjórn skylt að verða við slíkri ósk. Málefnið, sem um er að ræða er þriðji orkupakkinn.”
Nánar i Mbl. þ. 10. ágúst 2019
Deilt við dómarann
Þorsteinn Sæmundsson:
”Umræðan um OP3 hefur um margt verið á villigötum. Sumir sem haft hafa sig í frammi í umræðunni hafa einkum haft að leiðarljósi að uppnefna þá sem hafna vilja pakkanum og tíundað meinta vansa þeirra en minna hefur farið fyrir rökum sem varpað geta ljósi á málið og því síður þekkingu á málefninu. Það er því fagnaðarefni að virtur lögmaður eins og Arnar Þór Jónsson skuli stíga fram og fjalla um OP3 á jafn ábyrgan faglegan og upp-lýsandi hátt og hann hefur gert.”
Nánar í Mbl. þ. 10. ágúst 2019
Ætla Visntri grænir að gleypa 3. orkupakkann?
Tómas Ísleifsson:
“Í marga mánuði hefur verið deilt hart um innleiðingu þriðja orkupakkans. Þjóðin er klofin í málinu þvert á flokka, þótt flokkslínur virðist ráða á Alþingi. Þingmeirihluti virðist vera fyrir að kaupa sér frið við Evrópusambandið með því að samþykkja regluverk, sem mun hindra að orkuvinnsla og dreifing sé rekin á sam-félagslegum forsendum. Reglur kapítalismans skulu ráða.”
Nánar í Mbl. þ. 10. ágúst 2019
Hefði Sigríður í Brattholti selt Gullfoss til ESB?
Bjarni Harðarson:
„Atburðir sem nú eru að verða í samskiptum ESB við bæði Bretland og gestgjafalandið Belgíu kalla á að Íslendingar fresti því enn um sinn að afgreiða til fullnustu hinn umdeilda og vafasama orkupakka. Það er víðar en í grasrót Sjálfstæðisflokksins sem fólk vonast til að þingmenn vakni og gái að sér. Sum okkar hafa jafnvel bundið vonir við forsætisráðherra sem er úr flokki sem eitt sinn kenndi sig bæði við vinstrimennsku og umhverfisvernd.“ skrifar Bjarni Harðason í stórgóðri Morgunblaðsgrein 10. ágúst.
Höfðar ESB einnig mál gegn Íslandi?
Hjörtur J. Guðmundsson:
”Hér á landi er gert ráð fyrir að umræddur eftirlitsaðili verði Orkustofnun. Með þriðja orkupakkanum verður eftirlit stofnunarinnar sjálfstætt gagnvart íslenskum stjórnvöldum en mun hins vegar heyra undir Eftirlitsstofnun EFTA og í gegnum hana orkustofnun Evrópusambandsins, ACER. Andstæðingar þriðja orkupakkans telja að dómsmálið gegn Belgíu sé til marks um áherslu Evrópusambandsins á rétta innleiðingu pakkans.”
Nánar á vefsíðu Mbl. þ. 8. ágúst 2019