Eru flokkarnir orðnir „emjandi risaeðlur“?

Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri

Styrmir Gunnarsson:
”Nú er að hefjast það sem kannski má kalla „pólitíska tilraunastarfsemi“ innan Sjálfstæðisflokksins. Jón Kári Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, hefur tekið frumkvæði að því að láta reyna á ný ákvæði í skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins (frá 2011), sem kveða á um að berist miðstjórn flokksins skrifleg ósk frá 5.000 flokksbundnum einstaklingum og þar af minnst 300 úr hverju kjördæmi, um atkvæða- greiðslu meðal allra flokksbundinna sjálfstæðismanna um tiltekið málefni, sé miðstjórn skylt að verða við slíkri ósk. Málefnið, sem um er að ræða er þriðji orkupakkinn.”

Nánar i Mbl. þ. 10. ágúst 2019

Deila þessu: