fbpx

Hvers vegna fórna svo margir stjórnmálamenn sér fyrir 3. orkupakka ESB?

Styrmir Gunnarsson f.v. ritstjóri

Styrmir Gunnarsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, segir nokkuð ljóst af ræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í fyrradag, laugardag, að þingflokkur sjálfstæðismanna ætli sér að samþykkja orkupakka 3 á Alþingi um næstu mánaðamót.
Á vefsíðu sinni segir Styrmir:
„Og þá er spurningin, hver verði pólitísk áhrif þess hér heima fyrir?
Líkleg áhrif þess eru þau að stjórnarflokkarnir og þá sérstaklega Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur verði fyrir verulegu áfalli í fylgi og að það komi smátt og smátt fram í skoðanakönnunum.

Lesa áfram „Hvers vegna fórna svo margir stjórnmálamenn sér fyrir 3. orkupakka ESB?“
Deila þessu:

ESB höfðar mál gegn Ungverjalandi og Þýskalandi vegna 3. orkupakkans

Fánaborg ESB í Brussel

Nýverið höfðaði ESB mál gegn Belgíu vegna 3. orkupakkans eins og allir vita. Færri vita að fyrir um ári síðan höfðaði ESB samskonar eða svipað mál gegn Ungverjalandi og Þýskalandi, eins og menn geta lesið um á slóðinni hér fyrir neðan. Hverju geta þá Íslendingar átt von á eftir samþykkt 3. orkupakkans? 

Nánar hér

Deila þessu:

Sýnileg andstaða

Nokkrir framtakssamir andstæðingar orkupakkans tóku sig til og settu saman bækling sem var dreift með fríblaði Morgunblaðisin inn á velflest heimili bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Norðausturlandi.

Í bæklingnum er vísað á undirskriftarlista þar sem er skorað annars vegar á forsætisráðherra og hins vegar forseta Íslands að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um 3. orkupakkann. Á sex síðum bæklingsins er farið yfir helstu hliðar pakkans undir eftirtöldum kaflaheitum:

  • Þriðji orkupakkinn
  • Hækkun raforkuverðs
  • Fyrirvari
  • Sæstrengur
  • Umhverfisáhrif
  • Við megum hafna

Þeir, sem fengu ekki bæklinginn en vilja kynna sér innihald hans, geta skoðað hann hér:

Límmiðar í bíla

Það eru nokkur stór verkefni framundan hjá Orkunni okkar, núna í ágústmánuði, við að vekja athygli á því sem mælir á móti innleiðingu orkupakkans. Ein leiðin til að vekja bæði athygli á málstaðnum og styrkja samtökin við að halda mótrökunum á lofti er að kaupa límmiða í bílinn.

Límmiðinn er 3,3×10 sm á stærð og kostar 2.000,- krónur

Hægt er að panta límmiða með því að senda póst á orkanokkar@gmail.com Samtökin reiða sig eingöngu á frjáls framlög frá stuðningsfólki til að koma málstaðnum á framfæri með auglýsingum, útgáfu og fundarhöldum (sjá hér). Nokkur slík verkefni eru á áætlun og verða þau kynnt jafnóðum og sýnt er að safnast hafi fyrir þeim.

Þess vegna minnum við líka á bankareikninginn okkar.

  • Bankareikningur: 0133-26-200065
  • Kennitala: 531118-1460

Rammi á Facebook

Þeim sem eru á Facebook, og vilja gera andstöðuna gegn orkupakkanum sýnilega þar, er bent á að það er kominn nýr rammi sem er tilvalið að skella á forsíðumyndina a.m.k. strax eftir gleðigöngudaginn. Smelltu á þessa krækju til á ná í rammann.

Deila þessu:

Hverjir eiga orkuna okkar?

Guðmundur Hörður blaðamaður

Guðmundur Hörður skrifar:
Nú þegar Alþingi er í þann mund að samþykkja þriðja orkupakkann, sem er m.a. ætlað að stuðla enn frekar að aukinni samkeppni og „opnun“ raforkumarkaðarins, þá sjáum við hóp áðurnefnda braskara og aðra, flesta með sterk tengsl við Sjálfstæðisflokkinn, sækja það mjög stíft að fá stórvirkjanahugmyndir sínar færðar í virkjanaflokk Rammaáætlunar. Þannig yrði þessum fyrirtækjunum færð verðmæti á silfurfati, þ.e. réttinn til að virkja, ekki ólíkt úthlutun kvótans á sínum tíma. Meðal þessara fyrirtækja eru Íslensk vatnsorka, sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur farið fyrir, og Arctic Hydro, hvurs stjórnarformaður er náfrændi fjármálaráðherra. 

Lesa áfram „Hverjir eiga orkuna okkar?“
Deila þessu:

Hver ber ábyrgð á 3. orkupakka ESB?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og f.v. forsætisráðherra

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvetur Sjálfstæðismenn til að taka upp „sjálfstæðisstefnuna“ í orkupakkamálinu og standa vörð um fullveldið.

Þetta kemur fram í hugleiðingu sem Sigmundur birtir á Facebook-síðu sinni. Tilefnið er fundur sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt um þriðja orkupakkann og fleira í Valhöll fyrr í dag.

Lesa áfram „Hver ber ábyrgð á 3. orkupakka ESB?“
Deila þessu: