Opnar dyr eða ólæstar?

Ólafur Ísleifsson alþingismaður skrifar í Mbl:
“Kjarni málsins er einfaldur: Það ríkir óvissa um hvort við séum að opna dyr að orkuauðlindum þjóðarinnar sem seinna verður hugsanlega læðst inn um. Við erum að minnsta kosti að skilja dyrnar eftir ólæstar. Hver er munurinn?”

Hann segir ennfremur:

„Í álits­gerðinni (álitsgerð lögmannanna Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst) nefna höf­und­ar að „mögu­leg lausn gæti fal­ist í því að þriðji orkupakk­inn verði inn­leidd­ur í ís­lensk­an rétt en með laga­leg­um fyr­ir­vara“ sem lýt­ur að hugs­an­leg­um sæ­streng. „Þessi lausn er þó ekki galla­laus,“ segja þeir í lok­in.

Síðar­nefnda lausn­in er nú í boði af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Um hana er fjallað í sjö og hálfri línu í 43 síðna áliti Friðriks og Stef­áns Más. Fyr­ir Alþingi ligg­ur eng­in álits­gerð um þessa lausn; hvort lög­fræðilegi fyr­ir­var­inn dugi til að vega upp á móti þjóðrétt­ar­leg­um skuld­bind­ing­um sem fylgja samþykki við pakk­ann. Ekk­ert ligg­ur fyr­ir um hverj­ir eru helstu gall­ar á þess­ari viðbót­ar­lausn. Samt virðast stuðnings­flokk­ar máls­ins á Alþingi til­bún­ir að samþykkja orkupakk­ann sem fel­ur í sér ákvörðun­ar­vald er­lendr­ar stofn­un­ar sem tek­ur „a.m.k. óbeint til skipu­lags og ráðstöf­un­ar á mik­il­vægri orku­auðlind þjóðar­inn­ar“.

Nánar í Mbl. þ. 23. apríl 2019

Deila þessu: