Landsreglari ESB er ekki þjónn Íslendinga þótt þeir borgi honum launin.

Haraldur Ólafsson formaður Heimssýnar

Haraldur Ólafsson skrifar:
“ Í fyrrnefndri tilskipun (tilskipun ESB nr. 72/2009 í þriðja orkupakka ESB) er vaðið á súðum um hlutverk landsreglarans.  Hann á „að gefa út bindandi ákvarðanir að því er varðar raforkufyrirtæki og að beita raforkufyrirtæki, sem hlíta ekki skuldbindingum sínum, skilvirkum viðurlögum“ en umfram allt „þurfa eftirlitsaðilar á sviði orku að geta tekið ákvarðanir í tengslum við öll viðeigandi mál er varða lög og reglur, og að vera óháðir hvers konar öðrum einka- eða almannahagsmunum“. Landsreglarinn er sem sagt ekki þjónn Íslendinga þótt þeir borgi honum launin, heldur þjónn hins evrópska reglukerfis.   Þyki landsreglaranum landsmenn ekki nógu hlýðnir hefur hann skv. 37. kafla, lið 4d fyrrgreindrar tilskipunar heimild til að sekta fyrirtæki um allt að 10% af ársveltu.  Það er drjúgur skildingur. „

Nánar á vefsíðu Stundarinnar

Deila þessu: