Þetta sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar á Alþingi 12. nóvember 2018 þar sem rætt var um þriðju orkutilskipun ESB. Í frétt mbl.is segir ennfremur „Rifjaði hún upp að samkvæmt EES-samningnum væri heimilt að neita upptöku einstakra lagagerða frá Evrópusambandsins en hins vegar hefði slíku neitunarvaldi aldrei verið beitt í raun. Fyrir vikið lægi ekki nákvæmlega fyrir hvaða afleiðingar það hefði. Þórdís sagði hins vegar að sjálfsagt væri að ræða það hvernig EES-samningurinn væri að þróast og hvort rétt væri að stíga niður fæti á einhverjum tímapunkti, staldra við og spyrja hvort þróunin væri á þann hátt að Íslendingar væru sáttir við hana.“ Hér má lesa frétt mbl.is. og hér má horfa á umræðuna á Alþingi.