Frá fundi Utanríkismálanefndar Alþingis Sannleikanum verður hver sárreiðastur.
Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur kom fyrir Utanríkismálanefnd Alþingis þ. 16. ágúst 2019 þar sem hann lagði fram minnisblað um innleiðingu 3. orkupakka ESB í íslensk lög. Í minnisblaðinu er meðal annars talað um að að skuldbinding við að laga sig að regluverki ESB í orkumálum muni fela í sér „takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum“. Hugarfar á þá leið að innleiða andmælalaust erlendar reglur, að játast undir „óbeislaða útþenslu setts réttar“ í „viljalausri þjónkun“, segir Arnar að grafi undan tilverurétti löggjafarþings Íslendinga og laganna sjálfra.
Sérfræðiskýrlsla Orkunnar okkar var kynnt á opnum blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu föstudaginn 16. ágúst síðastliðinn. Heildarniðurstaðan er að upptaka 3. orkupakka ESB „í íslensk lög sé skaðleg fyrir íslenska þjóð, efnahag hennar og náttúru“. Skýrsluhöfundar leggja „til að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um málið.“
Höfundarnir minna á mikilvægi þess að málið verði rækilega kynnt almenningi og í því skyni hefur skýrslan verið gerð aðgengileg öllum. Hægt er að smella á þessa krækju til nálgast hana í hefðbundnu pdf-formi.
Það er líka hægt að lesa hana í innfelda glugganum hér að neðan. Stjórnborð með flettiörvum og stækkunarmöguleika birtast með því að setja músina yfir gluggann.
Ritstjórar skýrslunnar eru: Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson en Erlendur Borgþórsson er umsjónarmaður útgáfunnar.
Aðalhöfundar efnis eru eftirtaldir:
Bjarni Jónsson, verkfræðingur
Elías B. Elíasson, verkfræðingur
Eyjólfur Ármannsson, lögfræðingur
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra
Ragnar Árnason, prófessor
Stefán Arnórsson, prófessor
Sigurbjörn Svavarsson, framkvæmdastjóri
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri
Skýrsluhöfundar hafa mikla þekkingu og reynslu af ýmsum hliðum efnahagsmála, orkumála og þjóðarréttar
Um er að ræða yfirgripsmikið verk upp á 82 blaðsíður. Það hefst á ágripi upp á rúmar 9 blaðsíður þar sem helstu atriði hvers kafla eru dregin saman. Kaflarnir eru alls 11 og er 9. kaflinn fyrirferðarmestur en hann fjallar um lagaleg atriði varðandi orkupakkann.
Aðrir kaflar fjalla um:
eðli orkulinda
orkustefnu ESB
orkupakka 4 og afleiðingar hans
orkulindir Íslands
viðskipti um sæstreng og íslenska raforkukerfið
stýringu íslenska orkukerfisins og orkuöryggi
efnahagsleg áhrif orkupakka 3
raforkufyrirtæki, náttúruauðlindir og orkustefnu ESB
Úgefendur og ábyrgðarmenn verksins er Orkan Okkar. Von er á prentvænni og styttri útgáfu skýrslunnar á allra næstu dögum.
Jón Gunnarsson alþingismaður um 3. orkupakka ESB: “ Ég get ekki séð að það skipti samstarfsþjóðir okkar nokkru máli þó að við stæðum utan regluverksins um orkumál. Þrátt fyrir að vera hlutfallslega stórir framleiðendur er markaðurinn hér örmarkaður í stóra samhenginu, markaður sem skiptir ekki aðra en okkur máli m.a. annars vegna þess hversu langt við erum frá markaði ESB og við erum ekki að tengjast þeim markaði á næstu árum, hvað sem síðar verður. Grundvallarspurning okkar er því eðlileg og henni velti ég upp á fundi með samstarfsþjóðum okkar í vikunni; á Ísland á þessari stundu eitthvert erindi í samstarf um orkumál við nágrannaþjóðirnar? Er þörf á því að efna hér á landi til deilna um viðkvæmt mál þegar afleiðingarnar eru eins óljósar og raun ber vitni og þá ekki síst með tilliti til þess að nú þegar er verið að undirbúa 4. orkupakkann? „
Ómar Geirsson: „Vendipunktur var í umræðunni um Orkupakka 3 í gær þegar Evrópusinnar á þingi beittu fáheyrðum dónaskap til að þagga niður í borgara sem hafði verið boðaður á fund utanríkismálanefndar til að tjá sig um reglugerðina og þær afleiðingar sem innleiðing hans gætu haft fyrir íslenskan almenning. „ „Skilaboðin skýr, ef þú getur ekki tjáð þig í þágu hagsmuna, þá skaltu þegja. Síðan var ríkisútvarpið fengið til að negla viðkomandi á krossinn á Valhúsahæð, viðtal við borgarann þar sem hann útskýrði varnaðarorð sín var klippt inn í viðtal við dósent í Háskóla í Reykjavík.“
Lýðræðisflokkurinn, með Benedikt Lafleur í broddi fylkingar, stendur fyrir borgarafundi í Iðnó á morgun, sunnudaginn 18. ágúst. Fundurinn hefst klukkan 14:00.
Dagskrá fundarins er fjölbreytt en þar verða bæði tónlistaratriði og ljóðaflutningur ásamt hefðbundnum framsögum. Meðal þeirra sem stíga á svið eru Balz Roca, Aldís Schram, Una María Óskarsdóttir, Styrmir Gunnarsson og Albert Svan Sigurðsson ásamt Benedikt sjálfum.
Fundurinn er auglýstur á síðu Lýðræðisflokksins (smella hér til að skoða auglýsinguna). Yfirskrift fundarins er: Er Íslend til sölu – er lýðræðið í hættu?
Dagskrá fundarins eins og hún birtist í heilsíðuauglýsingu í Mogganum í dag
Fundargestir fá dreifildi frá Orkunni okkar með 10 góðum ástæðum til að segja NEI við orkupakkanum. Fulltrúar frá Orkunni okkar heimsækja fundinn í fundarhléi og selja límmiða í bíla til styrktar samtökunum í viðspyrnunni gegn orkulöggjöf ESB.