Mbl.is segir frá frétt í Scotland on Sunday að Íslendingar vilji selja Skotum rafmagn í framtíðinni. Haft er eftir Halldóri Ásgrímssyni verðandi forsætisráðherra að hann hafi lengi haft áhuga á að selja orku frá Íslandi til meginlands Evrópu. Sjá frétt mbl.is
Samningur Landsvirkjunar og norskra orkufyrirtækja um mögulegan sæstreng
Mbl.is segir frá því 9. október 2002 að Landsvirkjun hafi gert samning við norsku fyrirtækin Statoil og Statnett um gerð hagkvæmniathugunar á lagningu raforkustrengs milli Íslands og Noregs. Frumkvæðið hafi komið frá Norðmönnum. Sjá frétt mbl.is