fbpx

Svör Bjarna Jónssonar við athugasemdum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna umfjöllunar í Bændablaðinu þ. 1. nóvember 2018

Bjarni Jónsson (BJ) rafmagnsverkfræðingur hefur svarað athugasemdum ANR og fara þér hér á eftir, lið fyrir lið:

Haft er eftir formanni Sambands garðyrkjubænda á forsíðu Bændablaðsins, fimmtudaginn 1. nóvember, að innleiðing á þriðja orkupakka Evrópusambandsins myndi „án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs og hækkunar á raforkuverði“. Í kjölfarið sé „borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú“.

Lesa áfram „Svör Bjarna Jónssonar við athugasemdum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna umfjöllunar í Bændablaðinu þ. 1. nóvember 2018“

Svör Elíasar B. Elíassonar við athugasemdum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna umfjöllunar í Bændablaðinu þ. 1. nóvember 2018

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gert nokkrar athugasemdir við umfjöllun Bændablaðsins um þriðju orkulagatilskipun ESB.
Elías Bjarni Elíasson (EBE) rafmagnsverkfræðingur og sérfræðingur í orkumálum hefur líkt og Bjarni Jónsson svarað athugasemdum ANR og fara þér hér á eftir, lið fyrir lið: 

Lesa áfram „Svör Elíasar B. Elíassonar við athugasemdum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (ANR) vegna umfjöllunar í Bændablaðinu þ. 1. nóvember 2018“

Jón Baldvin segir þriðja orkupakkann Íslandi óviðkomandi

Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra var í viðtali við Útvarp Sögu 2. nóvember 2018 og ræddi þar meðal annars þriðja orkupakkann. Jón Baldvin sagði meðal annars að „Aðildarríki EES geta hafnað löggjöf á ákveðnum sviðum sem þau telja ganga gegn sínum hagsmunum“. Hann bætti einnig við „Orkupakkinn kemur okkur ekkert við. Lítið á landakortið. Ísland hefur engin tengsl við orkumarkað ESB.“  Jón Baldvin er eindregið þeirrar skoðunar að ekki eigi að innleiða þriðja orkupakkan í íslenskan rétt og ekki eigi að flytja orkuna út um sæstreng. Viðtalið við Jón Baldvin má heyra í heild hér.

Ráðuneytið segir misskilnings gæta

Eftirfarandi færsla birtist á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins 1. nóvember 2018.

Haft er eftir formanni Sambands garðyrkjubænda á forsíðu Bændablaðsins í dag, fimmtudaginn 1. nóvember, að innleiðing á þriðja orkupakka Evrópusambandsins myndi „án nokkurs vafa leiða til lagningar sæstrengs og hækkunar á raforkuverði“. Í kjölfarið sé „borðleggjandi að íslensk garðyrkja mun leggjast af í þeirri mynd sem hún er nú“.

Lesa áfram „Ráðuneytið segir misskilnings gæta“